Söngkonan Salka Sól Eyfeld rifjar upp vandræðalegt atvik sem gerðist á sviði með söngvaranum Friðriki Dór. Umrætt atvik átti sér stað í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2015. Salka Sól var kynnir ásamt Ragnhildi Steinunni. Friðrik Dór tók þátt í keppninni það árið með lagið „Síðasta skipti.“
„Þegar ég hélt að Frikki Dór ætlaði að kyssa mig en hann vildi tala í [míkrafóninn],“ segir Salka Sól og birtir myndbrotið á TikTok.
@salkaeyfeld♬ original sound – Amir Yass
Myndbandið hefur slegið í gegn hjá netverjum og hefur fengið tæplega 50 þúsund í áhrof þegar greinin er skrifuð.