Líkt og alþjóð veit munu Daði og Gagnamagnið keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Um er að ræða seinni undankeppnina, en í kvöld getur framlag Íslands tryggt sér sæti í aðalkeppninni sem fram fer á laugardaginn.
Daði og Gagnamagnið munu flytja lagið 10 Years, en þó með óhefðbundnum hætti. Vegna smits innan búða íslenska liðsins verður upptaka af laginu spiluð, og liðið stígur því ekki á stokk líkt og búist var við.
Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá keppninni, en útsending hefst klukkan 19:00.