fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Áslaug Arna keypti lúxusíbúð með föður sínum: Stóri bróðir keypti líka íbúð í sama stigagangi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. maí 2021 08:45

Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn eru búsett í sama stigangi í glæsilegu fjölbýlishúsi í miðbænum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systkinin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi, eiga afar náið samband. Magnús er einn helsti ráðgjafi systur sinnar í pólitík og því kemur sér afar vel þegar skipuleggja þarf næstu skref í prófkjörsbaráttu að systkinin búa hvort í sinni lúxusíbúðinni í sama stigagangi í einu af dýrari fjölbýlishúsum landsins, nánar til tekið við Geirsgötu í miðbænum.

Athygli vekur að faðir systkinanna, Sigurbjörn Magnússon lögfræðingur, tók þátt í fjárfestingu systkinanna og lagði fram útborgunina í kaupunum gegn eignarhlut.

Áslaug Arna reið á vaðið og keypti sína eign á fimmtu hæð í húsinu í júní 2019. Um er að ræða íbúð sem er rúmir 107 fermetrar að stærð og samkvæmt þinglýstum kaupsamningi var kaupverðið 76,4 milljónir króna. Í samningum kemur fram að Sigurbjörn, faðir ráðherrans, hafi lagt fram bróðurpart fyrstu útborgunar eða 11,6 milljónir króna. Afganginn greiddi Áslaug Arna sjálf að mestu leyti með sölu fyrri íbúðar sem var í hennar eigu. Þá er eignarhlutur íbúðarinnar skráður þannig að Áslaug Arna á 85 prósent hlut í fasteigninni á meðan faðir hennar á 15 prósent hlut.

Fjölskyldunni hefur greinilega litist vel á húsið og staðsetninguna því rétt fyrir jólin 2020 fjárfesti Magnús, bróðir Áslaugar Örnu, í íbúð á fjórðu hæð í sama stigagangi. Sú íbúð er alls 81,8 fermetrar á stærð og var verðmiðinn 63,9 milljónir króna.

Mikið hefur verið um að vera hjá systkinunum undanfarin misseri en Áslaug Arna stendur í umfangsmikilli prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem Magnús er hennar stoð og stytta.

Þá stigu systkinin á dögunum fram í myndbandi frá hlaðvarpinu Eigin Konur, ásamt öðrum þjóðþekktum Íslendingu, og lýstu yfir stuðningi sínum við þolendur ofbeldis. Myndbandið var tekið úr birtingu fljótlega eftir frumsýningu og stuttu síðar steig Magnús fram við annan mann og viðurkenndi að hafa farið út yfir mörk kvenna. Í kjölfarið var Magnús klipptur út úr myndbandinu þegar það var loks endurbirt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?