Það er ekki á hverjum degi sem þú finnur óvænt herbergi heima hjá þér. En það getur komið fyrir eins og í tilfelli bresku konunnar, Abi, sem kallar sig @abi_mia14 á TikTok.
Hún fann leyndan kjallara í húsinu sínu og sýndi frá því á TikTok. Netverjum þótti þetta svo óhuganlegt að þeir hvöttu hana til að flytja.
Abi fann kjallarann eftir að hún fjarlægði teppið af gólfinu í kompunni. Undir teppinu var stigi sem leiddi niður í kjallara sem hún hafði ekki hugmynd um að væri til.
„Einhver hefur hundrað prósent verið hérna,“ segir hún í myndbandinu.
@abi_mia14Wtaf ! This is scary ! ##unknownbasment ##fyp ##duet ##scary♬ Scary – Background Sounds
Eins og fyrr segir vakti myndbandið óhug meðal netverja sem líktu kjallaranum við atriði úr hryllingsmynd. Aðrir voru pollrólegir og bentu á að mörg gömul hús í Bretlandi eru með svona kjallara og hann hafði örugglega verið notaður í seinni heimsstyrjöldinni.