Það er ekkert óeðlilegt að finna fyrir kvíða fyrir samfarir. Það felst töluverð nánd í kynlífi þar sem þú ert bókstaflega að bera þig fyrir annari manneskju. Það er líka svo margt sem getur farið úrskeiðis.
Hvað ef þið passið ekki saman kynferðislega? Hvað þið finnið ekki rétta taktinn? Hvað ef, hvað ef.
Samkvæmt nýrri könnun sem Metro greinir frá voru konur og karlar spurð um helstu áhyggjur þeirra fyrir kynlíf.
Í þessari könnun kom einnig fram að 78% kvenna og 62% kvenna upplifi áhyggjur eða kvíða áður en þau sofa hjá nýjum rekkjunaut í fyrsta sinn.
Þá er samt gott að muna að æfingin skapar meistarann og þó að fyrsta skiptið með einhverjum standi ekki undir væntingum þá má líta á það sem kennslustund og reyna að forðast sömu mistökin næst, það er að segja ef það verður eitthvað næst. Það má kannski bara líta á fyrsta skiptið sem nokkurs konar æfingarrennsli, general prufu. Það er nú ekkert óvenjulegt að æfa sig fyrir stóra sýningu. Ætti kynlíf að vera eitthvað öðruvísi?