Kynlífstækjaverslunin Blush framkvæmdi aðra áhugaverða könnun á Instagram í gær. Verslunin er með yfir 17 þúsund fylgjendur á Instagram og birti niðurstöðurnar fyrr í dag. Meðal spurninga voru: „Meira fyrir kynlíf á morgnanna eða á kvöldin?“ og „hefur einhver kúkað í eða eftir anal?“
Niðurstöður könnunar sem verslunin framkvæmdi í mars má sjá hér.
Hér eru nokkrar spurningar og svör, en það er hægt að skoða niðurstöðurnar í heild sinni á Instagram-síðu Blush næsta sólarhringinn.
Þátttakendur virðast vera mun hrifnari af kynlífi á kvöldin. 4228 manns, eða um 76 prósent sögðust vera hrifnari af kynlífi á kvöldin á meðan 1349 sögðust vera meira fyrir kynlíf á morgnanna.
269 manns sögðust hafa kúkað í miðjum klíðum á meðan 1269, 83 prósent, sögðust hafa kúkað eftir „anal.“
3983 manns svöruðu þessari spurningu og stunda kynlíf að meðaltali þrisvar í viku, eða rétt rúmlega þrisvar.
Þessar niðurstöður voru mest afgerandi af öllum. 5191 manns sögðust ekki vera í opnu sambandi, en 229 sögðust vera með slíkt fyrirkomulag með maka sínum.
58 prósent sögðu já en 42 prósent sögðu nei.
Svarendur virðast ekki vera mjög hrifnir af geirvörtuklemmum. 67 prósent þeirra sögðust ekki vera hrifnir af þeim, en 33 prósent segja þær vera „hot“.
71 prósent svarenda, eða 3640 manns, sögðu að daður teldist vera framhjáhald. 1496 manns sögðu: „Nei eiginlega ekki.“
Þú getur fylgst með Blush á Instagram. Verslunin er dugleg að deila alls konar fróðleik og öðru tengdu kynlífi á síðuna.