fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

Heitar umræður við eldhúsborðið – Er strætó gulur eða appelsínugulur?

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 21:30

Mynd: Samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan nokkur í Reykjavík leitaði á náðir samfélagsmiðla eftir að líflegar umræður sköpuðust við eldhúsborðið heima hjá henni um hvort Strætóbifreiðar landsins væru í raun gular – eða appelsínugular. Hún segist ómögulega geta verið sammála börnum sínum og spyr því á facebook hvort Strætó sé sannarlega gulur eða appelsínugulur?

Vinir konunnar stökkva til og benda meðal annars á að það sé til litur sem heitir „yellow-orange“ sem sé hugsanlega lausnin á þessu máli.

 

Umræðurnar leiðast þá fljótt út í að það sé svo margt annað sem haldist í hendur við þetta mál. Er þá „Gula ekkjan“ þá ekki gul ? Er þar verið að vísa í Veuve Clicquot kampavín sem nefnt er eftir ekkjunni frægu Nicole-Barbe Clicquot-Ponsardin. Aðrir benda á að Strætó sé gulur þangað til að hann er hliðin á einhverju sem er sannarlega gult. Þá sé hann appelsínugulur.

DV hafði samband við Guðmund Heiðar Helguson upplýsingafulltrúa Strætó sem segist áður hafa verið spurður út í litinn á Strætóbifreiðum landsins.

„Ég hef fengið skilaboð sérstaklega á facebook þar sem ég er spurður út í litinn. Þetta er greinilega heitt mál. Er þetta ekki eins og með kjólinn, þú sérð þann lit sem þú sérð,“ segir Guðmundur Heiðar og vísar í klassíska umræðu sem má sjá hér.

Hann bendir á að samkvæmt markaðsleiðbeiningunum Strætó og þeim lit sem er tilgreindur þar, sé liturinn gulur. „Ég segi að hann sé gulur. Hann er auðvitað ekki 100% gulur. Það er smá appelsínutónn í honum. Síðan er spurningin hvar eru mörkin á gulum og appelsínugulum?,“ segir Guðmundur – og opnar umræðuna upp á nýtt.

 

 

 

Er Gula ekkjan – gul ?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Í gær

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Í gær

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Í gær

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með