fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fókus

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 11. apríl 2021 21:00

Snæfríður Ingadóttir á Tenerife. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dætur fjölmiðlakonunnar Snæfríðar Ingadóttur virðast ekki hafa átt sjö dagana sæla undanfarna mánuði á Tenerife ef marka má myndband sem elsta dóttirin gerði fyrir íslenska skólafélaga sína og lýsir dvölinni. 

„Öllu gamni fylgir einhver alvara. Þetta með kynfræðsluna er alveg satt, krakkarnir í skólanum á Íslandi voru í kynfræðslu þannig að sjálfsögðu var tekinn tími fyrir hana í heimaskólanum úti, “ segir Snæfríður og vísar þar til skemmtilegs myndbands sem fjölskyldan setti saman um nýafstaðna fjögurra mánaða dvöl fjölskyldunnar á Tenerife. Dæturnar þrjár þær Ragnheiður 13 ára, Margrét Sóley 11 ára og Bryndís 7 ára voru í heimakennslu á meðan á dvölinni stóð eftir fyrirmælum og leiðbeiningum frá skólanum þeirra á Akureyri. 

Sigursteinn Másson lagði hönd á plóg

Umrætt myndband varð til þegar elsta dóttirin var beðin um að sýna bekknum sínum á Íslandi frá lífi sínu úti. „Við véluðum Sigurstein Másson til liðs við okkur og ljáði hann rödd sína í verkefnið en hann var búsettur í sama bæ og við og varð okkur vel til vina. Heimaskólinn var nú ekki alveg svona dramatískur vil ég meina, þó dæturnar hafi vissulega ekki alltaf verið sáttar með kennsluna,“ segir Snæfriður og bætir við að það hafi nú líka oft verið erfitt fyrir þau foreldrana að sinna kennslunni.

„Það er alveg ástæða fyrir því að það kennarastéttin er til.  Það er ýmislegt í námsefninu sem maður er ekkert að nota dagsdaglega og þurfti því að rifja upp til að geta miðlað því. En þetta gekk nú samt allt saman upp. Mér fannst gaman að þessari áskorun og það var ánægjulegt að sjá dæturnar ná að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð“

Fjölskyldan ætlaði upphaflega bara í 4 vikna dvöl en þegar kom á daginn að heimsfaraldurinn væri ekkert í rénum þá var dvölin framlengd í fjóra mánuði. Þegar fjölskyldan bjó á Tenerife 2018-19 þá gengu dæturnar í spænskan skóla en þar sem dvölin var svo stutt að þessu sinni var ákveðið að fara þessa leið. Yngsta dóttirin var þá líka í óhefðbundnum skóla hluta af tímanum, svokölluðum náttúruskóla þar sem öll kennslan fór fram utandyra.

Auk heimakennsluna þá  lagði Snæfríður meðal annars  lokahönd á handbók um búsetu á Spáni  sem kom út nýlega og ber heitið „Spánn – Nýtt líf í nýju landi?“. 

„Nei það er ekki mikið um heimakennslu í bókinni en um flest allt annað sem gott er að vita ef maður ætlar sér að flytja til Spánar eða kanarísku eyjanna, hvort sem er í styttri eða lengri tíma. Marga dreymir um búsetu í hlýrra landi en vita ekki hvar á að byrja undirbúningsferlið. Bókin Bókin svarar helstu  spurningum eins og hvort þurfi að sækja um spænska kennitölu, hvar borga eigi skattinn, varðandi vinnu á Spáni, ellilífeyrinn, hvað þarf að hafa í huga þegar leitað er að húsnæði, skólamál og svo mætti lengi telja.“ Bókin fæst í Eymundsson og á síðunni lifiderferdalag.is 

Snæfríður hefur áður skrifað handbækur um Tenerife og Grancanaria. Nýja bókin er hins vegar fyrir fólk sem vill prófa að búa á Spáni eða kanarísku eyjunum. Bókin fæst á heimasíðunni lifiderferdalag.is og í Eymundsson.

Aðspurð að því hvernig hafi verið að ferðast á tímum Covid og hvort þau hafi í alvörunni verið föst á eyjunni eins og fram kemur í myndbandinu segir Snæfríður

„Útspil frá Boris Johnson hafði stór áhrif á okkar ferðaplön og fluginu  okkar var breytt nokkrum sinnum og svo fellt niður.  Við lengdum dvölin þegar við sáum í hvað stefndi. Það var flóknara og dýrara að komast til og frá Tene núna en undir venjulegum kringumstæðum. Hins vegar leið okkur mjög vel úti  því Tenerife búar hafa reynt að lifa með veirunni undanfarið án þess að það hafi of mikil áhrif á daglegt líf. Það var allt opið en þó með takmörkunum sem við fundum þó lítið fyrir. Við pössuðum að sjálfsögðu upp á persónulegar sóttvarnir og fórum eftir þeim reglum sem voru til staðar. Að öðru leyti reyndum við bara að gera eins og heimamenn, að lifa lífinu án stöðugs ótta við veiruna.  Við nutum þess að stunda hreyfingu utandyra, gengum á fjöll og lékum okkur í sjónum. Það voru fleiri ferðamenn þarna úti en það var þó aðallega fólk eins og við, fólk sem var í langdvöl og höfðu tekið vinnuna með sér að heiman. Svona ferðamennska á örugglega eftir að aukast í framtíðinni því Covid hefur opnað augu margra vinnuveitanda fyrir því að starfsmönnunum er treystandi til þess að leysa verkefni sín þó þeir mæti ekki á ákveðinn vinnustað. Og því þá ekki að prófa að búa í sólinni?“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tanja Ýr á von á barni

Tanja Ýr á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasta mynd Simmons og færslan sem hann útbjó fyrir andlátið

Síðasta mynd Simmons og færslan sem hann útbjó fyrir andlátið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar og Sigga eiga von á barni

Jón Viðar og Sigga eiga von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unnur Óla með eigin útgáfu af ,,Hawk Tuah“

Unnur Óla með eigin útgáfu af ,,Hawk Tuah“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Miðvesturríkjamamman sem elskar Ísland

Miðvesturríkjamamman sem elskar Ísland
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afmæliskaka Trump eykur á ríginn milli Taylor Swift og Kim Kardashian

Afmæliskaka Trump eykur á ríginn milli Taylor Swift og Kim Kardashian
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rómantísk stund þegar Jakob bað Gerðar – Sjáðu myndbandið

Rómantísk stund þegar Jakob bað Gerðar – Sjáðu myndbandið