Kona leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.
„Ég kom heim snemma úr vinnunni og kom að kærastanum mínum nota titrarann minn. Honum brá og sagðist vera að athuga batteríin. En það var auðvitað bara lygi,“ segir áhyggjufulla konan.
„Ég gekk í burtu og hann kom fram úr svefnherberginu nokkrum mínútum seinna, lét eins og ekkert hafði gerst. Hann eldaði síðan kvöldmat og talaði um daginn sinn.“
Konan er 28 ára og kærastinn 30 ára. „Við eigum að gifta okkur á næsta ári. En ég get ekki tekið til baka það sem ég sá og þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. Við höfum ekki stundað kynlíf síðan. Ætti ég að tala um þetta við hann? Heldurðu að hann sé með einhverjar fantasíur, eins og að sofa hjá karlmanni? Því það er fantasía sem ég get ekki uppfyllt. Ættum við að hætta við brúðkaupið?“
Deidre gefur konunni ráð.
„Hann hefði auðvitað frekar viljað að þú hefðir ekki séð hann. Fjöldi fólks nýtur þess að nota mismunandi kynlífstæki og titrari er engin ógn fyrir samband ykkar. Flest samkynhneigt fólk segir að það hafi vitað það snemma. Talaðu við hann um þetta, þó það sé ekki nema til að tala um mikilvægi hreinlætis.“