fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Þú ert að leggja mikla grunnvinnu fyrir það sem koma skal

Fókus
Laugardaginn 27. mars 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 26.03. – 01.04.

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Elsku, duglegi og útsjónarsami Hrútur. Þú fagnar krefjandi verkefnum og færð mikið út úr því að leysa þau. Þú kannt svo sannarlega að hugsa út fyrir boxið og vekur mikla aðdáun á vinnustaðnum fyrir útsjónarsemi þína og sköpunargleði.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Nautið er í góðu jafnvægi þessa vikuna. Það er ekki mikið um að vera. Það kemur þér í opna skjöldu hversu auðvelt þú átt með að vera bara í núinu, staldra þar við og hefur ekki neinar óþarfa áhyggjur.

stjornuspa

Tvíburi
21. maí–21. júní

Tvíburinn er spennufíkill og mun því vera einn af þeim sem pakkar niður nesti, græjar gönguskóna og fer í ævintýraleiðangur upp að eldgosinu góða. Þú færð mikinn kraft frá móður náttúru og ert ævinlega þakklátur fyrir að eiga heima á svona einstökum og mögnuðum stað.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Krabbinn er þekktur fyrir „pabba húmor“ og býður öllum sem koma í heimsókn velkomna með Hrauni og gosi við komu. Að venju er krabbinn líka mikil fjölskylduvera og eyðir vikunni í að ákveða hvað hann geti fengið alla til að gera með sér um páskana.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Ljónið fer aðeins meira inn á við þessa vikuna. Þú skrifar í dagbókina sem þú hefur ekki gert í nokkra mánuði. Þú leyfir þér að vera í mýktinni og grætur mikið yfir einni, væminni klassískri kvikmynd.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Þú tekst á við nýjar aðstæður og ert örlítið stressuð. Það er fullkomlega eðlileg tilfinning en þú munt finna þig vel í þessu nýja verkefni og hlutirnir munu ganga betur en þú hefðir vogað þér að ímynda þér.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú færð nýjan starfskraft sem þú ert búin að vera bíða eftir. Nú lítur þú til baka og óskar þess að þú hefði nýtt tímann betur, en það þýðir ekkert, þannig að þú skalt bara hætta því og halda ótrauð áfram. Áfram þú!

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þú þarft að vera sáttasemjari þessa vikuna eða hjálpa einstaklingum að finna lausnir á málum þar sem allir verða sáttir, þrátt fyrir að þurfa að gefa eitthvað eftir. Þú er með góða leiðtogahæfni, því ætti þetta ekki að vera stórmál fyrir þig.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Loks fer boltinn að rúlla og þú sérð fyrir endann á einum kafla og ert svo sannarlega spenntur fyrir þeim næsta. Þú klárar viðskiptaáætlun og færð styrk fyrir vikulok sem mun hvetja þig áfram í þessu nýja verkefni.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Ef þig langar að slökkva á símanum og fela þig undir teppi þá gerirðu það bara. Það kemur vika eftir þessa og þú getur verið afkastamikil þá. Það er svo mikilvægt að hlusta á þarfir sínar og nauðsynlegt að passa vel upp á að vera ekki of hörð við sig.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

„Blast from the past“ ef okkur leyfist að sletta smá. En einhver úr fortíðinni lætur í sér heyra og vill tengjast þér á nýjan leik. Þið hafið bæði breyst mikið á þessum tíma í sundur og nú mögulega tilvalinn tími til þess að endurbyggja sambandið á nýjum grundvelli.

stjornuspa

Fiskur
19. febrúar–20. mars

Þér líður eins og það sé ekkert um að vera en það er ekki raunin. Þú er að leggja mikla grunnvinnu fyrir það sem koma skal. Stundum byrjar ferlið bara með hugmyndinni sjálfri en hún er einmitt mikilvægasta fræið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“