fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Fólk heldur að við giftumst 14 ára og kunnum ekki að lesa – en þetta er sannleikurinn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. mars 2021 22:00

Lizzy og Caitlin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systurnar Caitlin og Lizzy Mac þekkja það af eigin raun hvernig er að verða fyrir fordómum. Þær hafa verið reknar út af veitingastöðum og þeim meinuð innganga í skemmtigarða vegna þess að þær eru írskir flakkarar (e. travellers) í Bretlandi.

Caitlin og Lizzy berjast gegn staðalímyndum um flakkara á samfélagsmiðlinum TikTok.

„Það hefur verið komið fram við okkur eins og skít,“ segir Caitlin, sem er 18 ára. „Fólk kallar okkur ljótum nöfnum eins og „Pikey“, „Dosser“, „Tinker“, „Gypo“ og „Knacker“, en við erum bara manneskjur.“

Lizzy og Caitlin Mac.

Fjallað er um þær og líf þeirra í nýju raunveruleikaþáttunum Fabulous, Caravan Queens. Í þáttunum sýna þær hvernig samfélag flakkara er í raun og veru.

„Það eru svo margar neikvæðar staðalímyndir um okkur og það særir okkur, það gerir mjög erfitt fyrir okkur að lifa eðlilegu lífi,“ segir Lizzy, sem er tvítug.

„Við viljum að áhorfendur fái að kynnast okkur. Okkur er reglulega meinaður aðgangur að veitingahúsum og krám. Jafnvel þó við séum búnar að bóka borð. Og þetta er mjög erfitt, ef við viljum halda veislu og bóka stað fyrir veisluna, þá fáum við ekki að gera það einfaldlega vegna þess að fólk heldur að það fylgi okkur vandræði.“

Caitlin bætir við að þeim hefur einnig verið meinaður aðgangur að matvöruverslunum, snyrtistofum, félagsmiðstöðvum og fleiri stöðum.

Lizzy er TikTok-stjarna í fullu starfi.

Giftast ekki 14 ára

Systurnar búa með móður sinni og fjórum öðrum systkinum í hjólahýsagarði fyrir flakkara (e. caravan site).

Samfélag flakkara er mjög lokað og er lítið vitað um það. „Það eru mjög fáar heimildamyndir um okkur og þær fáu sem eru til varpa neikvæðu ljósi á okkur,“ segir Caitlin.

„Allir halda að við kunnum ekki að lesa eða skrifa en við Caitlin erum fullmenntaðar,“ segir Lizzy. „Það tíðkast ekki hjá okkur að hjónabönd séu fyrirfram skipulögð af foreldrum eða fjölskyldum […] Allir halda að við giftumst fjórtán eða fimmtán ára. En mörg okkar giftumst reyndar sextán ára, sem er löglegur aldur, en aðrir giftast átján, nítján, tuttugu og jafnvel þrjátíu ára.

Þú getur horft á fyrsta þáttinn hér að neðan eða lesið ítarlegt viðtal við þær á Fabulous.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart