Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?
Hrútur
21. mars–19. apríl
Það er svo yndislegt hvað það þarf lítið til þess að gleðja hrútinn. Sólargeislar helgarinnar næra þig út alla vikuna og þér finnst þú vera að fá orkuna þína til baka. Þetta auka serótónín mun vera byrjunin á góðum kafla.
Naut
20. apríl–20. maí
Einhver í kring um þig mun koma þér skemmtilega á óvart og sýna þér splunkunýja hlið á sér. Þetta er góð áminning um að dæma ekki bókina eftir kápunni. Mögulega ný vinátta, ólíkir einstaklingar geta stundum átt svo vel saman.
Tvíburi
21. maí–21. júní
Það er svo ótrúlega spennandi að stökkva út í djúpu laugina og taka áhættu. Þú ert svo sannarlega á þeim tímamótum og finnur fyrir smá óróleika, enda finnst þér ekki það þægilegasta að vera svona í óvissunni. Nú er góður tími til að skipuleggja sig.
Krabbi
22. júní–22. júlí
Þú átt það til að dreyma stórt og þess vegna gerir þú margt áhugavert í lífinu. Einhver glæný hugmynd kemur til þín í vikunni og þú pælir í því hvernig sé best að útfæra hana þannig að þú uppskerir sem best. Aldrei leiðinleg stund hjá þér.
Ljón
23. júlí–22. ágúst
Þig þyrstir í nýtt nám og hugurinn er á flugi, svo margt sem þig langar að gera. Þú nýtir vikuna vel, hugsar upphátt og gúgglar þig áfram um hin ýmsu námskeið og skóla. Hverju ertu eiginlega að fara að bæta við þig?
Meyja
23. ágúst–22 .sept
Sterk orka sjálfstæði umlykur þig. Þig langar í tíma fyrir sjálfa/n þig og þarft ekki að stóla á neinn fyrir neitt, þú getur þetta allt saman sjálf/ur. Þú sperrir upphandleggsvöðvana í speglinum og segir upphátt „ég er svo með þetta!“.
Vog
23. sept–22. okt
Skemmtilegar fréttir koma til þín í vikunni sem þú hefur beðið þolinmóð/ur eftir. Þetta verður vissulega spennandi vika og þú mátt engan tíma missa. Nú þarftu að undirbúa þig vel fyrir þetta nýja og stóra verkefni.
Sporðdreki
23. okt–21. nóv
Þú færð stöðugar áskoranir í lífinu því að alheimurinn veit hvað þú ert dugleg/ur að yfirstíga þær og að það mun hjálpa þér að vaxa í hvert sinn á einn eða annan hátt. Hafðu það hugfast ef eitthvað fer ekki alveg að óskum þessa vikuna.
Bogmaður
22. nóv–21. des
Það er erilsöm vika fram undan hjá bogmanninum. Ekki örvænta því að komandi helgi mun færa þér gjafir fyrir dugnað vikunnar. Þú færð tíma til þess að næra sál og líkama þegar þú klárar þessa stóru viku sem fram undan er. Koma svo!
Steingeit
22. des–19. janúar
Þér finnst hlutirnir ganga grunsamlega vel og nánast bíður bara eftir að eitthvað fari úrskeiðis. Hvernig væri bara að njóta þess að hlutirnir ganga stundum bara svona vel upp og að þú sért líka búin/n að hafa fyrir því og eigir það vel skilið? Njóttu!
Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar
Mánudagar eru ekki uppáhaldsdagarnir þínir en mundu að það er líka bara hugarfar. Ef þér leiðist þá er það í þínum höndum að gera eitthvað í þeim málum. Hvað getur þú gert til þess að veita sjálfri/um þér drifkraft og innblástur?
Fiskur
19. febrúar–20. mars
Ég sé dekur og fögnuð í kortunum hjá fisknum. Mikið verður gaman að vera þú þessa vikuna. Þú gerir vel við þig og ert ekkert að skafa utan af því. Bara endalaus, samviskubitslaus gleði og notalegheit. Skál fyrir þér!