Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er trúlofaður. Sá heppni heitir Keem og notar opinberlega aðeins fornafn sitt.
Keem fór á skeljarnar í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar af raunveruleikaþættinum Patrekur Jaime: Æði, sem er sýndur á Stöð 2.
DV lék forvitni á að vita hvernig turtildúfurnar eiga saman sé litið til stjörnumerkjanna.
Patrekur er Fiskur og Keem er Meyja. Það er oft talað um að þetta sé besta mögulega pörunin af öllum stjörnumerkjunum.
Ástæðan fyrir því að pörun þessara merkja er svo fullkomin er vegna þess hversu ólík þau eru. Þeir draga fram það besta í hvort öðru og bæta upp fyrir galla hvort annars.
Fiskurinn er hugsjónamaður og á það til að gleyma sér í dagdraumum. Þá er gott að hafa Meyjuna með sér í liði, sem er dugnaðarforkur og passar upp á að rútínunni sé fylgt eftir. Meyjan á það til að vera kvíðin ef eitthvað fer úr skorðum, en þá sér áhyggjulausi Fiskurinn um að hjálpa henni að slaka á og ná áttum.
Fiskur
20. mars 2000
Meyja
9. september 1994