fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fókus

Drífa flutti til Tenerife með fjölskylduna – Kostnaðurinn minni en fólk heldur

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 5. febrúar 2021 11:30

Fjölskyldan fyrir framan vinsælan gosbrunn á Tenerife. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Drífa Björk Linnet flutti til Tenerife fyrir nokkrum vikum ásamt eiginmanni sínum Haraldi Loga og tveimur börnum þeirra, sjö og níu ára gömlum. Drífa segir lífið á Tene ganga sinn sólkyssta gang og börnin eru alsæl í spænskum skóla. Drífa er í viðtali í helgarblaði DV sem kom út í dag. Þar segir hún meðal annars frá hvernig gekk að skrá börnin í skóla, kostnaðinn við að flytja og breytinguna á andlegri og líkamlegri heilsu fjölskyldunnar. 

Drífa og Halli eins og hann er kallaður reka ferðaþjónustu á Hraunborgum á Suðurlandi sem er nú lokuð yfir veturinn og heildsöluna Reykjavík Warehouse sem þau geta rekið í fjarvinnu. Því var ekkert því til fyrirstöðu að fjölskyldan breytti til og flytti tímabundið til Tenerife.

Drífa hefur fengið mikinn fjölda fyrirspurna frá forvitnum Íslendingum í gegnum Instagram svo ljóst er að mikill áhugi er á möguleikanum á að flytja til Tenerife. Drífa hefur vart undan að svara fyrirspurnum, svo sem um kostnað og skólagöngu barnanna.

Haraldur og Björk, börn hjónanna, byrjuðu í alþjóðlegum skóla og gengur vonum framar. „Það var ekkert mikið mál að skrá þau. Við þurftum að hringja og panta skjöl að heiman og það tók kannski hálfan dag að safna þessu og senda áfram. Heilsufarsvottorð, fæðingarvottorð, vitnisburður, bólusetningarskírteini og þess háttar. Það er hægt að sækja flest af þessum skjölum rafrænt svo það var ekkert mál.“

Því næst voru keyptir skólabúningar og börnin mættu sinn fyrsta dag. „Það er greinilega mikið lagt upp úr því að nýjum börnum sé vel tekið og eineltismál ekki tekin í mál því bæði börnin fengu strax í frímínútum hóp barna að sér sem sögðu nánast orðrétt sömu setninguna við þau. „Hæ, ég sé að þú ert nýr í skólanum, við getum hjálpað þér ef þig vantar aðstoð. Viltu vera vinur okkar?“

 

Kostnaðurinn

Mánuðurinn í einkaskóla kostar sirka 80.000 krónur með mat á hvert barn en hægt er að sleppa mat og hafa nesti og þá er talan lægri. Í upphafi þarf svo einnig að greiða skráningu, skólabúninga og bækur.“

Hún segir venjulega hverfisskóla vera mun ódýrari. „Ég er alls ekkert viss um að þeir séu verri kostur svona eftir á að hyggja. Okkur þótti bara ákveðið öryggi í því að starfsfólkið talaði ensku og þarna væru börn sem öll þekkja þessar aðstæður, að koma í nýjan skóla í nýju landi, en ég er viss um að hverfisskólarnir taka vel á móti börnunum líka.“

Drífa segir kostnaðinn við flutninginn ekki þurfa að vera mikinn. „Hér er endalaust í boði af fínum íbúðum og húsum til langtímaleigu og 95 prósent af þeim eru með húsgögnum svo þú þarft í raun ekkert nema fötin þín og fara svo bara út í búð og fylla ísskápinn af mat. Svo er aftur annað mál ef þú ætlar að kaupa þér hús eða drösla allri búslóðinni frá Íslandi. Þá liggur helsti kostnaðurinn auðvitað þar.“

Fjölskyldan hefur ekki ákveðið hvað hún verður lengi á eyjunni fögru en þau koma allavega heim í sumar til að reka sumarparadísina Hraunborgir.

Viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta helgarblaði DV.

Feðginin á ströndinni. Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“

Segir hugvíkkandi efni opna svarta boxið innra með okkur – „Þar er sársaukinn, þar eru öll leyndarmálin, þar er líka gullið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Konur taka frekar ákvörðun um skilnað heldur en karlar“

„Konur taka frekar ákvörðun um skilnað heldur en karlar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóna og Bjarni um biskupinn sem reitti Donald Trump til reiði

Jóna og Bjarni um biskupinn sem reitti Donald Trump til reiði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“