fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Einstaklega glæsileg eign í miðbæ Hafnarfjarðar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. febrúar 2021 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Hverfisgötuna í Hafnarfirði er glæsileg fjögurra herbergja hæð komin á sölu. Hæðin er 140 fermetrar og er ásett verð 64,9 milljónir króna. Eignin er auglýst á fasteignavef Vísis.

Eins og sést á myndunum hér að neðan er um einstaklega glæsilega eign að ræða. Það eru tvö rúmgóð barnaherbergi, hjónaherbergi og fataherbergi inn af því. Baðherbergið er með sturtu, baðkari og smekklegri innréttingu. Í þvottahúsinu er pláss fyrir þvottavél og þurrkara.

Það verður opið hús 9. mars næstkomandi frá 16.30 til 17.00.

Það er bæði heitur pottur og kaldur pottur úti að aftan og svo umlykur fallegt hraun garðinn og lokar honum.

Hverfisgatan er í miðbæ Hafnarfjarðar, stutt í alla helstu þjónustu og leikskóli og skóli í göngufæri.

Taktu eftir loftinu í eldhúsinu og stofunni.

Hér getur þú séð fleiri myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?