fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Skilaboðin sem hún fær vegna þyngdarmismunar hennar og eiginmannsins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 08:57

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Alicia Mccarvell breiðir út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar og líkamsvirðingar á samfélagsmiðlum. Hún deilir einnig fyndnum og skemmtilegum myndböndum um lífið og tilveruna.

Alicia nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, hún er með yfir 1,5 milljón fylgjendur á TikTok og um 230 þúsund fylgjendur á Instagram.

Eiginmaður Aliciu, Scott, er tíður gestur á samfélagsmiðlum hennar. Þyngdarmismunur þeirra virðist fara eitthvað fyrir brjóstið hjá sumum netverjum. Alicia er í því sem telst vera stærri stærð (e. plus-size) en eiginmaður hennar ekki.

Í nýlegri færslu á Instagram deilir Alicia skilaboðum sem hún hefur fengið, og fær reglulega, vegna þess að hún er þyngri en eiginmaður sinn. Hér að neðan má lesa nokkur þeirra:

„Já hann er pottþétt að halda framhjá.“

„Ekki séns að þetta sé eiginmaðurinn þinn.“

„Hann er óhamingjusamur og að þykjast.“

„Greyið maðurinn er alltaf í ræktinni og þetta er eiginkonan hans.“

„Gaur, þetta er bara vanvirðing. Vertu grennri fyrir eiginmann þinn.“

„Þetta er það sem fólk hefur sagt um mig og eiginmann minn, einfaldlega vegna þyngdarmismunar okkar,“ segir Alicia í færslunni, sem hefur fengið yfir 50 þúsund „likes“.

Alicia tekur það fram að hún sé ekki að vekja athygli á þessu til að fá vorkunn. „Ég veit hvers virði ég er og það hefur tekið mig langan tíma að komast á þennan stað. Ég er að sýna ykkur þetta vegna þess að í fyrsta lagi, sum ykkar upplifa þetta ekki og það er mikilvægt að þið sjáið hvernig komið er fram við feitt fólk. Og í öðru lagi, þá upplifa sum ykkar þetta og það er mikilvægt fyrir ykkur að vita að þetta er rangt og þetta er ekki satt,“ segir hún.

„Þessi hugmynd að stærð okkar segir til um hversu góð við erum fyrir makann okkar er grín. Þessi hugmynd að geta karlmanns um að vera trúr maka sínum fari eftir stærð makans er ógeðsleg. Þessi hugmynd að við „skuldum“ mökum okkar þá „virðingu“ að vera grannar gerir mig reiða. Stærð þín segir ekki til um hvers virði þú ert.“

Eins og fyrr segir hefur færslan vakið mikla athygli. Alicia þakkar fyrir stuðninginn og segir að hún hefur fengið falleg skilaboð eftir að hún birti færsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“