fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Stjörnuspá vikunnar : „Svakalega sexý vika fram undan“

Fókus
Föstudaginn 12. febrúar 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 12.02. – 18.02.

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Ef þér líður eins og enginn heyri í þér eða sjái þig í vinnunni eða heima við þá verður breyting þar á í þessari viku. Þú nærð að koma skýrt til skila því sem þú ert með í huga og fólk tekur það til sín og er tilbúið að vinna með þér. Vikan endar með óvæntum glaðningi.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Vikan þín mun snúast um ákvarðanir og valmöguleika. Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að vega og meta aðstæður og hvað sé best fyrir þig á þessari stundu. Vertu ófeimin/n við að taka eigingjarnar ákvarðanir.

stjornuspa

Tvíburi
21. maí–21. júní

Tvíbbinn er einstaklega uppátækjasamur og þá sérstaklega þegar honum leiðist. Þú finnur þér nýtt áhugamál sem er að sjálfsögðu ekkert hefðbundið og ferð í það af fullum krafti. Þú mátt búast við að fólkið á heimilinu ranghvolfi augunum, en hey, vertu bara þú!

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Krabbinn þarf að byggja sig upp andlega og líkamlega á ný til að takast á við nýja, spennandi tíma. Þú prófar þig áfram og lærir Thai Chi sem er akkúrat verkfærið sem þig vantaði inn í líf þitt um þessar mundir

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Einhver mun veita þér mikinn innblástur þessa vikuna! Þessi innblástur mun hvetja þig til þess að taka sjálfur skrefið til að uppfylla þína eigin drauma, jafnvel þótt því fylgi einhver óvissa. Lifðu lífinu lifandi og taktu áhættu.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Svakalega sexý vika fram undan, það byrjar allt með sjálfsástinni því það er mest sexý. Og þegar maður elskar sjálfan sig þá verður maður enn heitari fyrir sínum heittelskaða. Farðu extra varlega ef þú ert ekki að huga að því að fjölga þér.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Vogin er veiðimaður þessa dagana með alla öngla úti. Þér líður eins og Jim Carrey í myndinni „Yes Man“ því þú virðist segja já við öllum tækifærum sem koma á borðið til þín. Það verður mikið um að vera hjá þér á næstu misserum.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

„Help me help you…“ eins og hinn áhugaverði Doctor Phil sagði eitt sinn. Núna er kjörið tækifæri til að biðja um aðstoð eða hugsa út í hvernig þú getur létt á álaginu. Hver getur hjálpað eða jafnvel bara verið til staðar og hlustað…?

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Í þessari viku lærir þú hvernig það er hægt að vera afkastamikill og slakur á sama tíma. Það er góð tilfinning. Hlutirnir ganga grunsamlega vel upp þessa vikuna. Þú er „zenaður big boss“ og það fer þér einstaklega vel.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Sumir fengu gubbupestina en þú virðist hafa fengið munnræpuna. Stjörnurnar biðja þig um að vanda vel orðavalið. Stundum þarf að fegra orðin sín og það dugar ekki að setja broskarla í reiðipóstinn, betra væri að taka samtalið í persónu.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Það má alveg róa sig í kaldhæðninni því hún er jú gjarnan misskilin. Prófaðu kannski frekar að segja bara beint út það sem þú ert að hugsa. Það gæti komið þér á óvart hversu vel það gengur og hversu vel fólk bregst við hreinskilni.

stjornuspa

Fiskur
19. febrúar–20. mars

Þú, af öllum, ákveður að fara út að hlaupa þessa vikuna! Þú ferð inn í vikuna með óvenjumikla orku og langar að taka þig á en helstu æfingar þínar hafa verið í að lofta vínflöskum en það byggir hægt upp handleggsvöðvana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“