Í desember var útvarpsþátturinn Morgunkaffið á Rás 2 á laugardagmorgnum með Björgu Magnúsdóttur og Gísla Marteini Baldurssyni blásinn af vegna sparnaðar og við tók ódýrari þáttur með söng- og leikkonunni vinsælu Sölku Sól Eyfeld. Morgunkaffið var vinsæll þáttur og kepptu Rás 2 og Bylgjan um hylli hlustenda á laugardagsmorgnum milli 9 og 12 , en tvíeykið Eva Laufey Kjaran og Svavar Örn Svavarsson stýra morgunþættinum Bakaríinu þar á bæ.
Nú hafa fleiri séð sér leik á borði og kynnti útvarpsstöðin K100, sem er í eigu Árvakurs sem á og rekur Morgunblaðið, nýjan laugardagsmorgunþátt sem hefur göngu sína næsta laugardag. Þáttastjórnendur eru Einar Bárðarson, Anna Margrét Káradóttir og Ingvi Eysteinsson. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun en hlustun á laugardagsmorgnum er eftirsótt og styrkir stöðu útvarpstöðvarinnar sem betur hefur, bæði gagnvart auglýsendum og hlustendum.