„Ég væri til í að flytja út á Álftanes fyrir þetta hús,“ segir maður nokkur á Twitter í dag en um er að ræða húsið Breiðabólstaði. Segja má að húsið sé sannkölluð rómantísk sneið úr sveitaparadís en það er virkilega fallegt, bæði að utan og innan.
Húsið var byggt árið 1883 en búið er að endurnýja það að miklu leyti á afar snyrtilegan hátt. Það er 187 fermetrar að stærð og hefur 5 svefnherbergi og 2 baðherbergi. Þá er einnig rúmgóð stofa og skrifstofurými í húsinu.
Það er fasteignasalan Garðatorg eignamiðlun sem sér um eignina en DV ræddi við Harald Björnsson, löggiltan fasteignasala hjá Garðatorgi, um húsið. „Eignin hefur fengið verðskuldaða athygli,“ segir Haraldur og bendir einmitt á þær snyrtilegu endurnýjingar sem hafa verið gerðar á húsinu.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af húsinu, bæði að innan og utan, en það var ljósmyndarinn Fredrik Holm sem tók myndirnar af eigninni.