fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fókus

Jón Gnarr hafði aldrei lent í öðru eins – Sagði frá kynnum sínum við ofurríkt fólk – „Nefndu bara þína upphæð“

Fókus
Þriðjudaginn 28. desember 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr sagði frá kynnum sínum við lífsstíl ofurríks fólks í útvarpsþættinum Tvíhöfða um helgina, sem er í umsjón hans og Sigurjón Kjartanssonar á Rás 2. Annars vegar greindi Jón frá því þegar hann var heiðursgestur á ráðstefnu í Kænugarði, Úkraínu. Og hins vegar þegar hann var staddur á glæsilegu hóteli í Ölpunum til þess að lesa upp úr skáldsögu sinni.

„Allt var í svona lúxus. Ég hef aldrei kynnst öðru eins.“ sagði Jón í upphafi sögu sinnar um ferðina til Úkraínu, en hann var boðaður á ráðstefnunni vegna þess að forsætisráðherra landsins vildi hitta hann..

„Við sátum þarna eins og hálfvitar“

Hann segir að hann og eiginkona sín hafi gist á glæsilegu hóteli og verið með einkabílstjóra sem keyrði „lúxus BMW“. Einn daginn hafi hjónunum langað að fara í ákveðna búð í miðbæ borgarinnar, og beðið bílstjórann um að skutla sér.

„Við komumst að því að miðbærinn er lokaður bílaumferð. Þarna var risatorg. Þannig að við sáum fram á að labba bara. En bílstjórinn sagði okkur: „Nei nei, þið eruð ekki að fara að labba neitt.“ Hann fór að tala við einhverjar löggur og var að benda á bíllinn, á meðan við sátum þarna eins og hálfvitar.“ segir Jón og greinir síðan frá því að lögreglan hafi opnað sérstakt hlið fyrir þeim, og bíllinn keyrt inn í miðbæinn.

„Enginn bíll nema við. Og hann keyrði okkur á einhverjum göngustígum upp að búðinni. Þannig það kom svona risastór svartur lúxus-BMW keyrandi upp að búðinni. Allir í búðinni horfa á okkur því þau vita að þarna eru einhver stórmenni á ferð. Þá vorum það bara við hjónin.“ Segir Jón Gnarr, en segir þó að þetta hafi ekki verið það skrýtnasta sem kom fyrir hann í ferðinni.

„Nefndu bara þína upphæð“

Hann minnist þess til að mynda að hafa hitt Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Asthon Kutcher, kvikmyndastjörnu. Þá segir hann lúxuslífið hafa verið mikið, en að hann hafi aldrei þurft að draga upp veskið sjálfur.

Síðan þegar heim var komið fékk hann tölvupóst frá skipuleggjendum ráðstefnunnar, og þá var hann beðinn um að skrifa þeim reikning. Það kom Jóni verulega á óvart, en hann vissi ekkert hversu mikið hann ætti að rukka fyrir viðveru sína. Hann segist til að mynda hafa spurt hversu mikið væri eðlilegt að rukka, en ekki fengið skýr svör við því. „Nefndu bara þína upphæð.“ Segir Jón að hafi staðið í tölvupóstinum.

Á endanum segist hann hafa rukkað eitthvað í kringum 300.000 krónur, en honum skilst að hann hefði getað rukkað miklu meira, jafnvel margar milljónir. Þá grínuðust hann og Sigurjón með að Tony Blair og Asthon Kutcher hafi líklega rukkað meira en Jón.

„Þetta er sturlun“

Þá vék Jón sér að hinni sögunni, sem byrjaði á því að hann var fenginn til að mæta til München í Þýskalandi í bókakaffi til að lesa úr skáldsögunni sinni. Hann minnti að viðburðurinn hafi verið á vegum BMW, en tekur fram að hann hafi verið frekar hefðbundinn og hófstilltur. En í kjölfarið var honum boðið að lesa upp úr bókinni á öðrum stað.

Honum var boðið á hótel í Ölpunum, og fyrirfram segist hann hafa haft litlar hugmyndir um hvert hann væri að fara.

„Ég fer þangað. Þá er þetta svona exklúsíft hótel. Það er uppi í fjöllum, í Ölpunum, og þú getur ekki keyrt þangað, vegna þess að þetta er lokað. Þetta er lokað með hliði og þarna er vörður. Og okkur var hleypt inn.“ Segir Jón og heldur áfram. „Þetta er sturlun. Þetta er bara svona kastali uppi í Ölpunum.“

Jón segir að þarna hafi verið mikið um vel efnað fólk, þá sérstaklega eldri karla sem voru með ungum fallegum konum. „Ég var að lesa þarna upp úr Sjóræningjanum. Þarna sá ég nokkra karla, sem voru svona sextíu-plús, svona 160 cm á hæð, feitlagnir og sköllóttir, en konurnar eða kærusturnar þeirra voru ítalskar fyrirsætur. […] Að sjá þau við sundlaugina þarna. Þeir voru með bumbu þarna, sköllóttir, á meðan kærastan þeirra var eins og Bo Derek í 10, að stinga sér til sunds, eins og þær hefðu verið að keppa á ólympíuleikunum, hver annari glæsilegri.“

„Þetta er svona fólk sem fer aldrei í Bónus. Aldrei! Það myndi ekki láta sjá sig í Bónus, eða einhverju slíku.“ Sagði Jón og bætti við hæðnislega: „Það fær bar sent til sín úr Hagkaup. Já eða Heimkaup.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn