Fyrsti þáttur Verbúðarinnar, nýrrar þáttaraðar úr smiðju Vesturports, var sýndur á RUV í gær. Miðað við umræður og skoðanaskipti á samfélagsmiðlum er ljóst að margir fylgdust spenntir með.
Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri og einn aðalleikara, hefur sagt að þættirnir séu óður til níunda áratugarins. Þeir fjalla um vini sem búa fyrir vestan og fara í sjávarútvegsbransann árið 1983 þegar kvótakerfið er að verða til. Já, það hljómar kannski ekki vel í hugum margra að sjá þætti um kvótakerfið en sjón er sögu ríkari.
Ingvar E. Sigurðsson sló í gegn eins og alltaf þegar hann birtist á skjánum, Nína Dögg Filippusdóttir vann hjörtu áhorfenda og Sveppi lenti heldur illa í því. En hvað höfðu áhorfendur að segja?
Konungur verbúðanna var hið minnsta afar ánægður
Verbúðin lofar góðu flott stöff
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) December 26, 2021
Eins og fleiri.
Besti fyrsti þáttur af íslenskri sjónvarpsseríu sem sést hefur. Ekta sósíalrealismi en líka drullu fyndið! Hlakka til að sjá Hörpu taka yfir bæinn á skokkinu 🥰 #verbúðin
— Laufey Haralds (@LaufeyH) December 26, 2021
Verbúðin byrjar mjög vel. Mjög sterkur fyrsti þáttur. Hlakka til að sjá rest. #verbúðin
— Arnór Bogason (@arnorb) December 26, 2021
Mikið svakalega fer Verbúðin vel af stað! Gamla Ísland í súmmerað upp heldur betur. Frábær leikur, gott handrit, vel að öllu staðið – klipping, tónlist, lúkk. Bravó! #verbudin
— Siggi Gunnars (@siggigunnars) December 26, 2021
Þessi Vestfirðingur vottaði þáttinn
Ef einhver er að velta fyrir sér hvort Vestfirðirnir hafi verið svona eins og þeir birtast í Verbúðinni, þá er svarið já. Og það sem meira er, þau hefðu getað sparað sér helling með því að sleppa því að gera þetta að period-u, því þetta er ennþá svona. Vinna, drekka og dópa.
— Birgir Olgeirsson (@BirgirOlgeirs) December 26, 2021
Og fleiri taka undir
Sem landsbyggðarbarni sem fékk smjörþef af verðbúðarlífi þá líður mér eins og #verbúðin sé að laumast í fjölskyldumyndböndin sem okkar langar ekki að séu til og birta þau án leyfis.
— Ólöf Magnúsdóttir (@Loamagg) December 26, 2021
Sparigatið vakti athygli
Ok, en amfetamín í sparigatið sem instant þynkubani er með því besta sem íslenskt sjónvarp hefur fært
— Sindri Geir (@sindrigeir) December 26, 2021
Eins og þeir sem horfðu sáu vel var þónokkuð um nekt í þættinum
Búningarnir í #verbúðin voru svo dýrir að þeir urðu að spara pening með að láta leikarana vera allsbera eins oft og mögulegt var.
— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) December 26, 2021
Verbúðin er að skora mjög hátt á Hilmis Snæs kvarðanum yfir sýnileg kynfæri.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 26, 2021
45 sekúndur búnar…eitt typpið komið..lofar góðu #verbúðin
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) December 26, 2021
Þá var skotið á aðra íslenska seríu sem er nýbúið að sýna
Meira búið að gerast í einum Verbúðarþætti en 7 Ófærðarþáttum #Verbúðin
— tobbitenor (@tobbitenor) December 26, 2021
Sumt var víst ekki alveg eins og í raunveruleikanum á þessum tíma og ýmsir létu það pirra sig
Ok, er að dagsetja mig. En hvað eru menn að gera á bíl með X númeraplötu á Vestfjörðum í Verbúð? #verbúðin
— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 26, 2021
Geggjuð byrjun á seríu þessi fyrsti þáttur #verbúðin . En djöfull truflaði þetta x númer á benz-anum í upphafi. @RUVSjonvarp
— Björn Borg (@BjrnKPlmarsson) December 27, 2021
Og fyrir þau sem voru að furða sig á konunni í baðinu þá var hún sannarlega til og skemmti sannarlega á böllum í denn.
Nauu susan baðar sig atriði í #verbúðin pic.twitter.com/NS6b3MC7wa
— Maria Hjalmarsdottir (@mariamey) December 26, 2021
#Verbuðin svona var þetta. Man eftir balli í Festi þegar Susan baðaði sig í bala,,,tíðarandinn maður.
— Bobba (@ggeirsd) December 27, 2021
Þessi Baggalútur lét útbúa prófílmynd af sér í tilefni frumsýningarinnar þó hann leiki raunar alls ekkert í þáttunum. Svo við vitum.
Nauu susan baðar sig atriði í #verbúðin pic.twitter.com/NS6b3MC7wa
— Maria Hjalmarsdottir (@mariamey) December 26, 2021
Einn er þó maður sem fannst þetta algjörlega afleitt, og það er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann ritaði stuttan pistil á Facebook þar sem hann vænir RUV um landsbyggðarrasisma, þarna séu topp skipstjórar sýndir sem drykkjuraftar, fiskvinnslufólk látið líta illa út og síðan spyr hann hvort óþarfa stripl kvenna sé framlag RUV til MeToo hreyfingarinnar.
Viðar Eggertsson leikstjóri lítur síðan á þessi ummæli Ásmundar sem hin bestu meðmæli og er orðinn spenntur að hámhorfa á Verbúðina í fyllingu tímans.