Jóladýrið Margrét Erla Maack kenndi tvenns konar frumlega pakka í Kvennaklefanum í síðustu viku.
Hér er um að ræða skyrtupakkann sem hentar mjög vel fyrir mjúka pakka og svo fléttupakkann sem er góður fyrir harða pakka, stundum kallaður Wellington-pakkinn.
Hún pakkar báðum þessum glæsilegu pökkum á aðeins 6 mínútum. Hún segir að fyrsti pakkinn með nýrri tækni verði alltaf ljótur, svo ekki vera of hörð við ykkur.
Kvennaklefinn er á dagskrá á Hringbraut á miðvikudögum kl. 20:00