fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

55 ára fyrrverandi Versace-fyrirsæta segir hörkuformið vera þvagdrykkjunni að þakka

Fókus
Miðvikudaginn 22. desember 2021 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Troy Casey er 55 ára og starfaði á árum áður sem fyrirtæsta hjá tískurisanum Versace. Troy segist enn vera í svona góðu formi því hann drekkur sitt eigið þvag daglega. Hann hefur sömuleiðis borið þvag á húð sína í tæpa tvo áratugi.

Troy er frá Arizona í Bandaríkjunum. Fyrir sautján árum tók hann upp á því að drekka eigið þvag og bera það á húð sína. Hann stundar einnig svokallaða „þvagföstu“ viku í senn. Daily Mail greinir frá.

Hann segir að það sé þessari iðju hans að þakka að hann sé ennþá í svona góðu formi. Troy var áður fyrirsæta fyrir tískumerki á borð við Versace en í dag er hann lífsstílsþjálfi og heilari. Hann skrifaði einnig bókina Ripped at 50.

Troy drekkur eigið þvag.

„Þvagmeðferð er forn iðja, það er bara ekki talað mikið um hana. Þvagið þitt er fullt af amínósýrum, stofnfrumum og mótefnum,“ segir hann.

„Ég drekk eigið þvag á hverjum morgni, ég kalla það „hair of the dog“ [afréttara]. Tilfinningin er rafmögnuð.“

Eins og fyrr segir drekkur Troy ekki aðeins vökvann heldur ber hann einnig á sig. „Að bera á sig „þroskað þvag“ er æskubrunnur, þannig tókst mér að ná kviðnum mínum svona flötum.“

„Ég er 55 ára og flestium á mínum aldri líður ekki eins vel og mér eða líta ekki jafn vel út og ég. Það getur enginn neitað því að ég er vöðvastæltur og það er vegna þess að ég elska að vera mjög heilbrigður og styðst við náttúrulegar leiðir. Fólk ætti að vera hrætt ef það er að borða ruslmat og nota lyf úr lyfjageiranum. Af hverju ætti það að vera hrætt við eigið þvag?“

Troy vísar til þess að á öldum árum í forn Egyptalandi, Indlandi og meðal Azteka tíðkaðist þvagdrykkja og var hún talin geta læknað hina ýmsu kvilla. Þetta þekkist jafnvel enn í dag í vissum samfélögum. Er þvagdrykkjan talin geta meðhöndlað astma, ofnæmi, graftarbólur, krabbamein, meltingartruflanir, mígreni, hrukkur og fleira.

Nútíma læknisfræði er þó ekki sannfærð um þessa meintu læknisfræðilegu eiginleika þvagsins og hefur fjöldi rannsókna verið gerður á eiginleikum þvagsins. Læknar hafa bent á að með þvagi skilar líkaminn út úrgangsefnum sem hann kærir sig ekki um og því sé sennilega ekki skynsamlegt að koma þessum efnum aftur inn í líkamann og leggja aukið álag á nýrun.

Nútímavísindi séu komin á þann stað að flesta kvilla sem þvag hefur verið talið virka á sé hægt að lækna með öðrum öruggari leiðum. Það sé helst í aðstæðum þar sem fólk á í hættu að ofþorna og hefur ekki aðgang að vatni sem það ætti að koma til greina að drekka þvag sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu