Þrifdrottningin, áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Sólrún Diego blæs á aldagamla mýtu um að jólaþrif séu nauðsynleg og gengur svo langt að kalla þau hreinlega úrelt. Fréttablaðið greindi fyrst frá.
„Mér finnst jólaþrif, það er að taka allt í nefið, vera svo úrelt vitleysa,“ segir hún í Story á Instagram.
„Mér finnst mikið betra að reyna að viðhalda heimilinu allan ársins hring til þess að þurfa að gera lítið í einu og ekki ráðast á of stórt verkefni fyrir jól. Ég hef verið mjög buguð nokkur jól og með allt of mikið á minni könnun og ekki gert nein jólaþrif, og ég fann engan mun á aðfangadag.“
Sólrún segir að það sé gott að minna sig á hvað skiptir mestu máli á þessum árstíma. „En samveran er það sem skiptir mig mestu máli,“ segir hún.
„Ég mæli svo mikið með því að hugsa til baka síðustu ára og skrifa niður hvað það var sem situr eftir og vekur hjá manni góðar minningar, og einblína á þá hluti. Og ég er nokkuð viss um að hreint heimili frá toppi til táar, fín föt og gjafir eru ekki efst á listanum.“