fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fókus

Embla og Valgerður eru hjón ekki systur – Ástin kviknaði á Tinder

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. desember 2021 19:00

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þegar Valgerður var ólétt af syni þeirra. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú og meistaranemi í félagsfræði, var í helgarviðtali Mannlífs. Embla er með hreyfihömlun og ræðir í viðtalinu um þá fordóma sem hún hefur orðið fyrir frá barnæsku og gerir enn. Þrátt fyrir að vera gift móðir þá er enn komið fram við hana eins og barn. Hún og eiginkona hennar eru einnig komnar með nóg af því að fólk telur þær vera systur en ekki par.

Í viðtali Mannlífs segir Embla frá því hvernig hún og eiginkona hennar, Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, kynntust árið 2015.

Á þessum tíma hafði stefnumótaforritið Tinder nýlega hafið göngu sína. Embla viðurkennir að henni hefði þótt Tinder frekar hallærislegt en ákvað að prófa sjálf. „[Ég] hafði ekki miklar væntingar,“ segir hún. Nokkrum dögum síðar rakst hún á Valgerði á stefnumótaforritinu og þær náðu strax vel saman.

„Við áttum báðar ketti og gátum talað heillengi um kettina okkar. Mér leist vel á hana en var ekkert á því að fara að hitta hana. Mér fannst óþægilegt að vera að tala við einhverja konu á netinu. Maður getur á Tinder séð hvað fólk er langt í burtu og það var svo skrýtið að það kom fram að hún væri í tæplega tveggja kílómetra fjarlægð. Ég hugsaði „shit, hún á heima hérna rétt hjá“. Það var líka stressandi ef þetta hefði ekki gengið upp og við værum nágrannar. Ég ætlaði að taka þessu rólega en svo ræddi ég um þetta við vinkonur mínar og þær hvöttu mig til að hitta hana til að athuga hvort það væri eitthvað varið í þetta í stað þess að eyða mörgum mánuðum í að tala við hana í gegnum netið.“

Embla og Valgerður mæltu sér mót og hafa verið saman síðan þá. Þær giftu sig í sumar og eiga saman tveggja ára son, Fjölni Nóa.

Fjölskyldan á brúðkaupsdaginn. Mynd/Tinna Halls.

Verða fyrir fordómum

Embla hefur orðið fyrir fordómum alla sína ævi og það hefur ekki breyst. Hún og Valgerður finna oft fyrir fordómum, bæði vegna kynhneigðar þeirra og fötlunar Emblu.

„Valgerður lendir oft í því að það er talað yfir mig og við hana […] Hún er auðvitað ekki vön þessu og verður yfirleitt reiðari en ég. Þetta er eitthvað sem hefur alveg haft áhrif á líf okkar svo sem eins og áður en við giftum okkur í sumar. Fólk gerir ekki ráð fyrir því að við séum par, bæði út af því að við erum samkynhneigðar og líka út af fötlun minni,“ segir hún.

„Stundum langar mann til að öskra á fólk eða halda á skiltinu sem við vorum með í druslugöngunni þar sem stendur „Við erum par – ekki systur“.“

Embla ræðir nánar um upphaf sambandsins, fordómana sem hún verður fyrir og fleira í helgarviðtali Mannlífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn