fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fókus

Svona gerir Birgitta Líf uppáhalds meðlætið sitt fyrir jólin

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 13:00

Birgitta Líf Björnsdóttir. Mynd: Instagram/@birgittalif

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðs- og samfélagsmiðlastjóri World Class og eigandi Bankastræti Club, er mikið fyrir jólin. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í jólablaði verslunarinnar Nettó.

„Ég er algjört jólabarn,“ segir Birgitta í viðtalinu við jólablaðið. Hún segir jólin vera dásamlegan tíma með fjölskyldu og vinum sem lýsir upp skammdegið. „Mér finnst alltaf jafn notalegt að byrja jólabaksturinn og erum við fjölskyldan dgleg að baka saman. Hjá mér einkennast jólin líka af spilakvöldum með vinum sem eru virkilega dýrmætar og skemmtilegar stundir. Að rölta Laugaveginn á Þorláksmessu er síðan partur af því að hringja inn jólin.“

Birgitta segir að fólk eigi aldrei að fá samviskubit yfir því að njóta um jólin þar sem þau eru dásamlegur tími með gómsætum kræsingum. „Það þarf bara að gæta hófs og reyna að fá góða og holla næringu á milli jólaboðanna.“

Þá segir Birgitta að henni finnist jólin vera einn skemmtilegasti tíminn til að fara í ræktina. „Því maður hefur nægan tíma, flestir eru í fríi svo það er hægt að æfa í góðra vina hópi, og síðan er auka bónus að svitna út sykrinum og saltinu,“ segir hún.

Birgitta segir matseld fjölskyldunnar sinnar standa upp úr hjá sér þegar kemur að jólamatnum. Hún deilir svo uppskriftinni að uppáhaldsmeðlætinu sínu, „heimsins besta rauðkáli“ eins og hún kallar það.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Birgitta útbýr rauðkálið fyrir jólin:

Innihald:

1 ferskur rauðkálshaus

Ósaltað smjör

3 matskeiðar sykur

Heslihnetur (eftir smekk

Aðferð:

„Skerið niður rauðkálið. Bræðið klípu af ósöltuðu smjöri á stórri pönnu. Setjið rauðkálið út á pönnuna og lofið því að mýkjast í smjörinu. Stráið sykrinum yfir og þannig brúnast rauðkálið. Stráið að lokum heilum heslihnetum yfir eftir smekk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að Bonnie blue og Ollie séu enn þá saman – „Ég er með innherja skúbb“

Segir að Bonnie blue og Ollie séu enn þá saman – „Ég er með innherja skúbb“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2025

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2025