fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fókus

Ása Ninna svarar Árna Stefáni – „Það hlýtur að vera drullu pirrandi þegar toppstykkin þeirra eru klárari en ykkar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. desember 2021 12:00

Ása Ninna og Árni Stefán Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir brást við skrifum Árna Stefáns Árnasonar, dýralögfræðings, með því að svara honum með opnu bréfi þar sem hæðnin er augljós. Ummæli Árna Stefáns,  þar sem hann hjólaði í Fyrsta Blikið – stefnumótarþætti í umsjón Ásu Ninna, vöktu mikla athygli í gær og voru harðlega gagnrýnd, meðal annars af aðgerðarhópnum Öfgar. Sagðist Árni Stefán meðal annars ekki hafa áhuga á íslenskum konum á sínum aldri og kysi frekar að líta erlendis, „til dæmis […] til Filipseyja að ná okkur í kjeddlingu.“

Dýralögfræðingurinn deildi grein Vísis þar sem Ása Ninna var að óska eftir eldri einhleypum karlmönnum. Árna leist ekkert á blikuna og sagði að hann hefur engan áhuga á íslenskum kvenkyns jafnöldrum sínum og að „úrvalið af konum“ í fyrstu þáttaröð hefði verið „alveg hræðilegt.“

Pistill hans má lesa hér að neðan.

„Þessi pörunardama áttar sig ekki á vissum staðreyndum eldri manna eins og jafnaldra minna. Við erum að minnsta kosti fjórir vinirnir á svipuðum aldri sem erum löngu búnir að missa áhugann á kvk íslenskum jafnöldrum okkar. Steiktin í topp stykkinu þeirra er orðin svo mikil að það er ekki orku eyðandi í svona trip með þeim. Þess vegna sækjum við allir í talsvert yngri dömur. Sá galli er á gjöf Njarðar til toppstykkis vorst að það er out hjá yngri íslenskum konum (mínus 15-20 ár miðað við okkur) að það höfðar ekki til þeirra að vera með eldri mönnum. Því erum við lok lok og læs nema t.d. að fara til Filipseyja að ná okkur í kjeddlingu. Þar er þankagangur kvenna í þessum allt annar og eiginlega líka merkilegri heldur en á meðal íslenskra kynsystra þeirra.

Greip þessa frétt eftir að vinur minn sagði mér að sækja um í þættinum. Mér fannst úrvalið af konum úr stiklum fyrstu þáttaraðar alveg hræðilegt ef ég á að segja eins og er.

Þetta þrennt sem þarf að smella hjá pari til að gera það að alvöru pari er langsótt í svona skemmtiþætti. Kynþokkafull, besti vinur og lover.“

Ása Ninna svarar

Fjölmiðlakonan svarar Árna Stefáni í opinni færslu á Facebook með kaldhæðni að vopni.

„Mikið svakalega finn ég til með þér, elsku kallinn. Vandlifað í þessum heimi nú til dags. Sérstaklega þegar það MÁ EKKERT LENGUR! Já og auðvitað finn ég til með félögum þínum líka. Auðvitað viljið þið bara yngri konur. 15-20 ár niður,“ segir hún.

„Þessar eldri gömlu kjeddlíngar, jafnaldrar ykkar, eru auðvitað allar virkilega óáhugaverðar, skil það vel. Það hlýtur að vera drullu pirrandi þegar toppstykkin þeirra eru klárari en ykkar. Þá er ekkert hægt að níðast á þeim lengur. Helvíti, litli kall. he he he!

Svo eru það þessar ungu, hvar á ég að byrja. Þær eru nú meiru andskotans vitleysingarnir. Rífandi kjaft út um allt, talandi um mörk, virðingu og kvenfrelsi. Ekki láta mig gubba….! Geta þær ekki bara vinsamlegast reynt að vera sjúkar í ykkur, flottustu kjellana? he he he!“

Lestu bréf Ásu Ninnu í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis
Fókus
Í gær

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konur gera tilraun til að svara þessari áleitnu spurningu – Hvers vegna eru ungir karlmenn komnir lengra til hægri?

Konur gera tilraun til að svara þessari áleitnu spurningu – Hvers vegna eru ungir karlmenn komnir lengra til hægri?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir mótlætið mikilvægt – Óvænt og ófyrirgefanleg uppsögn það besta fyrir ferilinn – „Heimurinn skuldar manni ekki neitt“

Segir mótlætið mikilvægt – Óvænt og ófyrirgefanleg uppsögn það besta fyrir ferilinn – „Heimurinn skuldar manni ekki neitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástin logaði á hvíta tjaldinu – Ásakanir um kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti loga nú milli stjarnanna

Ástin logaði á hvíta tjaldinu – Ásakanir um kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti loga nú milli stjarnanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að leyndarmáli eiginmannsins og ætlar að nota afmæliskortið til að hefna sín

Komst að leyndarmáli eiginmannsins og ætlar að nota afmæliskortið til að hefna sín