fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Fannar svitnaði í viðtalinu við Eddu Falak – „Ertu eitthvað stressaður?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 13. desember 2021 12:00

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mikið hefur farið fyrir hlaðvarps- og samfélagsmiðlastjörnunni Eddu Falak á þessu ári en sumir vilja meina að hún gjörsamlega stýri allri umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Hún til dæmis jarðaði loftkökurnar góðu sem við borðum gjarnan á jólunum og beikonbugðurnar, já við kröfðumst svara!“

Svona hófst innslag í fyrri þætti Hraðfréttajóla með þeim Benedikti Valssyni og Fannari Sveinssyni en þátturinn var sýndur á RÚV um helgina. Í innslaginu sem um ræðir mætti Fannar í upptökuver hlaðvarpsþáttarins Eigin konur og ræddi við Eddu en það gekk ekki alveg nógu vel hjá honum.

„Já við erum komin með Eddu Falak í spjall, Edda Falak það er búið að vera alveg brjálað að gera hjá þér í ár, þú ert búin að vera einhvern veginn alls staðar. Umræðan hefur verið á köflum alveg rosaleg, alveg rosaleg. Verandi svona ung og hugguleg… eða verandi – hérna, bara kona,“ segir Fannar og fipast svo vegna nærveru Eddu.

„Ertu eitthvað stressaður?“ spyr Edda, Fannar svarar neitandi en verður þó stressaðri og stressaðri eftir því sem líður á viðtalið og byrjar að svitna eins og… maður sem svitnar mjög mikið. „Fyrirgefðu allt sem ég hef verið að gera, bara alltaf, ég er ógeðslegur,“ segir Fannar undir lokin á viðtalinu en Edda segir að það sé nú ekki alveg rétt.

Það er óhætt að segja að þetta er stórskemmtilegt og bráðfyndið innslag frá Hraðfréttum en það hefur að vonum vakið mikla lukku á samfélagsmiðlinum Twitter. „Þetta er án djóks það besta sem ég hef séð!“ segir til að mynda í einni athugasemd við myndbandið. „Hahahahaha er í kasti,“ segir svo í annarri athugasemd. „Kræst hvað þetta er fyndið,“ segir svo í enn annarri athugasemdinni.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu