fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Sjáðu Elísu Gróu stíga á svið í Miss Universe – Þjóðbúningur, kvöldkjóll og sundföt

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 11. desember 2021 10:00

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísa Gróa Steinþórsdóttir var valin Miss Universe Iceland í haust en hún keppti fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppninni í gær. Keppnin í ár fer fram í Eilat í Ísrael.

Elísa Gróa er 27 ára dansari, förðunarfræðingur og flugfreyja. Hún er úr Garðabæ og stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands.

Það mætti segja að hún sé reynslubolti þegar kemur að fegurðarsamkeppnum. Í ár tók hún þátt í Miss Universe Iceland í fjórða skipti en hún hefur einnig áður tekið þátt í Ungfrú Ísland. Ljóst er að reynslan skilaði árangri að lokum.

„Þetta er það. Í kvöld er eitt mikilvægasta kvöld lífs míns til þessa,“ skrifaði Elísa á Instagram-síðu Miss Universe Iceland í gær. „Ég get ekki komið því í orð hvað ég finn fyrir miklu þakklæti og stolti að vera fulltrúi Íslands á Miss Universe sviðinu. Þetta er búið að taka langan tíma og ég er búin að undirbúa mig fyrir þetta augnablik um árabil.“

Þjóðbúningur, kvöldkjóll og sundföt

Miss Universe Iceland deildi myndum og myndböndum af frammistöðu Elísu á Instagram-síðu sinni í gær. Ljóst er að fjölmargir hafa verið að fylgjast með frammistöðu Elísu í gær þar sem Story hjá Miss Universe Iceland var pakkað af endurbirtingum frá fólki sem horfði á keppnina.

Elísa steig á svið í þremur mismunandi klæðnuðum í gærkvöldi, þjóðbúningi, kvöldkjól og sundfötum. Hér fyrir neðan má sjá færslurnar sem Miss Universe Iceland deildi af frammistöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan