Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir og kærasti hennar og kvikmyndaframleiðandinn Eiður Birgisson eru mætt til Ísrael. Manuela Ósk er framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland og fer keppnin fram í Eilat í Ísrael í ár. Elísa Gróa Steinþórsdóttir er fulltrúi Íslands í keppninni.
Manuela er að sjálfsögðu mætt til að styðja sína konu, en keppnin fer fram á mánudaginn næsta, 13. desember.
Sjá einnig: Fegurðardrottningin Elísa Gróa fer í Covid-próf annan hvern dag
Manuela og Eiður komu við í París á leið til Ísrael og birtu krúttlegar paramyndir við Eiffel turninn. Þau slógu tvær flugur í einu höggi og auglýstu einnig stefnumótaforritið Smitten.
Athafnakonan hefur verið dugleg að sýna frá ferðalaginu á Instagram.
Hún sýndi frá hótelherberginu fyrr í dag og frá McDonalds-ævintýri Eiðs sem endaði með því að þau fengu tvö barnabox.