fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fókus

Alfreð Gísla opnar sig um fráfall Köru – „Hún var ekki bara konan mín heldur besti vinur minn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. desember 2021 11:38

Alfreð og Kara. Myndabanki Torgs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, opnar sig um fráfall eiginkonu hans, Köru Guðrúnar Melsteð. Hún lést í lok maí eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann segir frá missinum í einlægu viðtali við Snorra Björnssonar í samnefndum hlaðvarpsþætti. Vísir greindi fyrst frá.

Besti vinur hans

Alfreð og Kara kynntust ung og voru búin að vera gift í rúma fjóra áratugi þegar hún lést. Hann missti ekki aðeins eiginkonu sína heldur besta vin sinn.

„Það er kannski erfitt að segja hvenær við byrjuðum saman. Við vorum búin að þekkjast frá því við vorum fimmtán ára og byrjuðum saman sautján, átján ára. Hún var ekki bara konan mín heldur besti vinur minn og harðasti gagnrýnandi minn. Hún er stórkostlegasta manneskja sem ég hef kynnst,“ segir Alfreð í þættinum.

Alfreð og Kara. Myndabanki Torgs.

Breytti sýn hans á lífið

Fráfall Köru breytti sýn Alfreðs á lífið og segir hann hafa lært mikið af henni. „Hún er heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst. Í fyrsta lagi berst maður við reiðina yfir þessari ósanngirni. Ef einhver hefði ekki átt að lenda í þessu var það hún. Af þessu lærir maður að allt hitt skiptir engu máli. Hvað er mikilvægt við handboltaleik eða smá áhyggjur af einhverju þegar maður upplifir svona,“ segir hann og bætir við að hann sjái eftir mörgu, eins og að hann hefði kannski átt að hætta tíu árum áður.

„Við ætluðum að fara að lifa lífinu og hafa það eins og við vildum. Akkúrat þegar við ætluðum að fara að njóta vinnu okkar fer þetta í hina áttina. Maður lærir hvað fjölskyldan, vinirnir og dagurinn í dag skiptir miklu máli. Og líka að í öllum þessum erfiðleikum voru ofboðslega falleg og skemmtileg augnablik á hverjum degi.“

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auglýsing um Osló með Halfdan í fararbroddi slær í gegn

Auglýsing um Osló með Halfdan í fararbroddi slær í gegn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna