fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fókus

Gummi Emil horfði á litla bróður sinn borða – „Ég var byrjaður að þefa af mat og horfa á matarmyndbönd“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. desember 2021 10:28

Gummi Emil. Samsett mynd/Instagram/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Margir kannast við hann af TikTok en myndbönd hans um líkamsrækt og öðru því tengdu hafa vakið talsverða athygli.

Gummi Emil hefur verið að æfa líkamsrækt í um sjö ár. Hann var áður markmaður í fótbolta en ástríða hans liggur í lyftingum og þolþjálfun. Hann keppti á vaxtarræktarmótinu Arnold Classic í Bretlandi í október síðastliðnum og lenti í þriðja sæti.

Undirbúningurinn fyrir slík mót er mikill og hann viðurkennir að síðustu vikurnar fyrir mót geta verið mjög erfiðar þar sem þú ert að borða lítið og æfa mikið.

„Maður er kannski extra pirraður síðustu tvær vikunnar, með litla þolinmæði. En ég er alltaf hress samt. Lét það ekkert bitna á fólki,“ segir hann í þættinum.

Matur var um tíma það eina sem komst að í huga hans og var hann farinn að horfa á aðra borða.

„Ég var byrjaður að vilja mat sem ég myndi aldrei borða. Ég var byrjaður að horfa á aðra borða. Ég keypti mat handa litla bróður mínum og fannst gaman að horfa á hann borða. Ég var byrjaður að þefa af mat og horfa á matarmyndbönd,“ segir hann.

„Maður lærir svo mikið af því, það eru svo margir aðrir að díla við fullt af þessum hlutum sem ég var að díla við á mótinu. Að vera svona sjúkur í mat. Maður þarf bara að vera meðvitaður um þetta, sjá að þetta er bara líkaminn. Líffræðilega séð þá var hausinn minn að hugsa alltaf matur, næsta máltíð. Því þú ert að svelta þig og æfa tvisvar á dag,“ segir hann.

„Þetta eru bara síðustu tvær til þrjár vikurnar þar sem þetta er svona alvöru, finnst mér. [Þegar þú ert að losa þig við] síðustu fituna. Það er ekki hollt að vera í svona lágri fituprósentu. Og ég hélt mér í alveg heilan mánuð eftir því ég tók Arnold Classic [í október og mánuði seinna] Íslandsmótið. En það var mjög erfitt að halda mér í sömu prósentu í heilan mánuð, eina sem ég gat hugsað um var matur.“

Þennan mánuð sem Gummi Emil hélt sér í keppnisformi á milli móta tók hann svokallað „binge“ eða „ofát“ á fimm daga fresti.

„Ég lenti í því á fimm daga fresti á milli Arnold Classic og Íslandsmótsins þá tók ég „gúff“. Smá binge. Bara tvær flatey pítsur, snúður og borgari,“ segir hann.

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Vinsæll á samfélagsmiðlum

Gummi Emil nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok. Í myndbandinu hér að neðan má sjá sviðsrútínuna hans á Íslandsmótinu í nóvember.

@gummiemilMaður fólksins🏆♬ original sound – gummiemil

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslenskar konur lýsa ólíkum upplifunum á Ozempic – „Myndi ekki óska mínum versta óvin það sem ég gekk í gegnum“

Íslenskar konur lýsa ólíkum upplifunum á Ozempic – „Myndi ekki óska mínum versta óvin það sem ég gekk í gegnum“
Fókus
Í gær

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísraelsmenn saka VÆB um að hafa stolið þekktu lagi

Ísraelsmenn saka VÆB um að hafa stolið þekktu lagi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Egill telur að algrím Facebook sé gengið af göflunum – „Þetta er komið í algjöran ruslflokk“

Egill telur að algrím Facebook sé gengið af göflunum – „Þetta er komið í algjöran ruslflokk“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar gerði Hauki ljótan grikk á Tenerife – „Mun tryggingafélagið borga ef það sér þetta myndband?“

Arnar gerði Hauki ljótan grikk á Tenerife – „Mun tryggingafélagið borga ef það sér þetta myndband?“