fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fókus

„Þetta eru oft landsþekktir karlar sem eru að hlæja að henni og birta af því myndbönd“

Fókus
Laugardaginn 4. desember 2021 12:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Gísladóttir ólst upp við erfiðar aðstæður. Móðir hennar glímir við alvarlegan geðsjúkdóm og þurfti Sigríður að takast ung að aldri á við umönnunarhlutverk og fékk lítinn sem engan stuðning. Hún leiðir í dag verkefnið Okkar heimur á vegum Geðhjálpar sem er ætlað að vera skjól og stuðningur fyrir börn foreldra með geðrænan vanda. Hún segir sögu sína og frá verkefninu í einlægu og ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins

Sigríður rifjar í viðtalinu upp að þegar hún var 17 ára gömul sat hún við sjúkrabeð móður sinnar á geðdeild og velti fyrir sér hvers vegna enginn, þrátt fyrir augljós veikindi móður hennar, hefði haft afskipti af henni sjálfri í gegnum árin. Hún var aðeins barn og hafði um árabil verið  í aðstæðum sem ekkert barn á að þurfa að takast á við eitt og óstutt.

„Ég var að hringja í héraðslækni, hitta geðlækna og hringja ótal símtöl upp á geðdeild. Ég var ein með henni inni á heimilinu og hún í viðvarandi geðrofástandi. Ég hafði samband við alla og það hjálpaði mér enginn.“

Fullorðin hóf Sigríður mikla sjálfsvinnu og liður í henni var að loka á samskipti við móður hennar. Sigríður hafði þá varið æskunni í að reyna að bjarga móður sinni en þarna var kominn tími til að hún bjargaði sjálfri sér.

„Auðvitað er þetta enn mamma mín og ég elska hana. Ég finn aftur á móti að ég er búin að gera allt og get ekki gert meira. Ég verð að einbeita mér að mínu lífi og ég veit að mamma mín, sem er þarna einhvers staðar innst inni myndi vilja það. Hún myndi vilja að ég ætti gott líf.“

Þarna missti ég endanlega tökin á að passa hana

Sigríður greinir frá því í viðtalinu að það hafi komið stórt bakslag í sjálfsvinnuna þegar móðir hennar hóf fyrir nokkrum árum að birta tónlistarmyndbönd á YouTube sem vöktu töluverða athygli.

„Kannski var ég enn að reyna að fela að hún væri veik – en þarna missti ég endanlega tökin á að passa hana. Myndböndin eru birtingarmynd veikinda hennar og það er rosalega sárt að þau séu fyrir allra augum. Á sama tíma er hún ekki að skaða neinn og þetta er það sem veitir henni ánægju. Ég er því ekki ósátt við hana heldur hvernig margir í samfélaginu hafa tekið á móti því, sem hefur verið sárt.“

Sigríður segist oft hafa verið í aðstæðum þar sem fólk spilar myndböndin og gerir grín þeim án þess að vita að þarna er um móður Sigríðar að ræða. Hún spyr hvort það sé samfélagið sem við viljum, að spila myndbönd af fólki með geðrænan vanda og hlæja að því. Eins hafi hún séð myndbönd þar sem móðir hennar hafi verið fengin til að skemmta í einkasamkvæmum.

„Þetta eru oft landsþekktir karlar sem eru að hlæja að henni og birta af því myndbönd. Í mínum huga er þetta birtingarmynd fordóma gagnvart fólki með geðrænan vanda í bland við kvenfyrirlitningu.“

Fjölmiðlar hafi einnig fjallað um myndböndin og tekið viðtöl við móður hennar þar sem hún tali þá um fortíðina og um börnin sín. Það hafi reynst Sigríði þungbært að lesa svo í athugasemdakerfum ásakanir í garð hennar og systkina hennar fyrir að hafa yfirgefið móður sína.

„En ef fjögur börn hafa lokað á móður sína er yfirleitt eitthvað hrikalegt búið að ganga á – eitthvað sem maður á ekkert að tjá sig um á samfélagsmiðlum,“

Meira má lesa um sögu Sigríðar og verkefnið Okkar heimur í ítarlegu viðtali Fréttablaðsins.

 

 

 

 

 

 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn