fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Jóhannes Þór í einlægu viðtali um tvíkynhneigðina: „Var ég gagnkynhneigður maður sem var líka hrifinn af karlmönnum?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. desember 2021 10:58

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, er í einlægu viðtali við GayIceland.is um ástæður þess að hann ákvað að koma út úr skápnum sem tvíkynhneigður og mikilvægi  fyrirmynda í samfélaginu.

Hann segir sína sögu ekki dæmigerða og það hafi verið langt ferli hjá honum að koma út úr skápnum. Hann hafi farið að velta því fyrir sér um tvítugt hvort hann væri mögulega tvíkynhneigður. „Það tók mig tæplega tíu ár að átta mig á því hvað tvíkynhneigð væri. Var ég gagnkynhneigður maður sem var líka hrifinn af karlmönnum? Hvað er tvíkynhneigð? Er það annað hvort eða?“

Til að byrja með, eins og margir, talaði hann aðeins opinskátt um kynhneigð sína í ákveðnum hópum. Þegar hann hafði áttað sig á að hann væri í raun tvíkynhneigður var hann mjög sáttur í eigi skinni. Hann fór ekki í felur með kynhneigð sína en var ekkert að auglýsa hana heldur.

Jóhannes ákvað síðan að taka það skref að skrifa um það á Facebook að hann væri tvíkynhneigður eftir að talað var um hann sem „gagnkynhneigða manninn“ þar sem hann var gestur í útvarpsþætti ásamt tveimur konum sem hafa tekið virkan þátt í hinsegin baráttunni. Hann var þarna gestur í þættinum Vikulokin á Rás 1 ásamt Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson, og Pride gangan fór fram viku síðar. Það var því eðlilega rætt um Pride en Jóhannesi fannst hann ekki geta tekið þátt í umræðunni á réttum forsendum. „Ég var þreyttur á því að vera settur í vitlaust box,“ segir hann.

Í framhaldinu hringdi hann í mömmu sína, systur sína og skrifaði pistil á Facebook þar sem hann fékk afar jákvæð viðbrögð. Sumir héldu þó að hann væri að fara frá eiginkonu sinni sem var alls ekki raunin. „Mamma hafði aðallega áhyggjur af því að þetta gæti haft áhrif á vinnuna mína,“ segir hann og áttaði hann sig þá á því hvað það getur haft margvísleg áhrif fyrir fólk að koma út úr skápnum. Hann sjálfur hafi verið afar heppinn.

Viðtalið, sem er á ensku, má lesa í heild sinni hér á GayIceland.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu