Bíóbær er kvikmyndaumræðuþáttur í umsjá Gunnars Antons Guðmundssonar ásamt fastagestinum Árna Gesti Sigfússyni. Farið verður í gegnum væntanlegar myndir kvikmyndahúsa og einnig fróðlegt spjall um góða sem slæma klassíkera.
Í þessum fyrsta þætti er farið yfir finnsku verðlaunamyndina Tove, nýjasta Marvel hasarinn Eternals og Íslensku barnajólamyndina Birta. Einnig spjalla þeir um Porco Rosso eftir meistara Hayao Miyazaki og hoppandi stórslysið Jumper.
Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar á föstudagskvöldum kl. 20.