fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fókus

Var næstum búin að sleppa því að deila myndinni í gær – „Vissi að hún yrði umdeild en þetta er minn líkami“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. nóvember 2021 08:57

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan og höfundurinn Emily Ratajkowski deildi tveimur myndum á Instagram í gær þar sem hún var viðstödd hönnunar- og tískuverðlaunin CFDA.

Hún sagði að litlu hefði munað að hún hefði ekki deilt myndunum vegna þess að hún vissi að þær yrðu umdeildar.

„CFDAs! Takk fyrir @miumiu og til hamingju @ninagarcia. (Deildi þessu næstum því ekki því ég vissi að þetta yrði umdeilt, en hey þetta er minn líkami og ég ætla ekki fylgja skömminni),“ skrifaði hún með myndunum, en hún hefur nú breytt textanum og eytt seinni hlutanum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

Sjá einnig: Segir Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á hinu alræmda „Blurred Lines“ myndbandi

Skjáskot/PageSix/Instagram

Emily hefur ekki tjáð sig frekar um málið en fyrr í mánuðinum opnaði hún sig um neikvæðu athugasemdirnar sem hún fær þegar hún deilir svona myndum.

Í samtali við Howard Stern rifjaði hún upp þegar hún deildi myndbandi af sér stuttu eftir fæðingu sonar hennar. „Ég deildi myndbandi af mér í náttfötum sem fyrirtækið mitt var nýlega búið að gefa út. [Ein kona] var svo reið. Hún var alveg: „Hún vill að við vitum að hún sé komin aftur í sama horf. Þetta er óraunhæf útlitspressa.“ Heyrðu, líkami minn er öðruvísi. Ég er ennþá með smá aukahúð,“ sagði hún.

Hún var einnig harðlega gagnrýnd í apríl fyrir að birta myndband af sér í bikiníi mánuði eftir fæðingu drengsins. Hún var gagnrýnd fyrir að setja óraunhæfa pressu á aðrar mæður og að myndbirtingin gæti haft neikvæð áhrif á líkamsímynd mæðra eftir barnsburð.

Sjá einnig: Bikinímynd ofurfyrirsætu mánuði eftir barnsburð veldur usla – „Þú lætur öðrum líða ömurlega“

Emily eignaðist son sinn í mars og sneri aftur á tískupallana í september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart