fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

ONTOLICA Unnar Andreu opnar í MIDPUNKT

Fókus
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 13:37

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkasýning Unnar Andreu Einarsdóttur, ONTOLICA, verður opnuð í Midpunkt Hamraborg næstkomandi föstudag þann 19. nóvemer kl. 17:00. Listamaðurinn mun flytja gjörning á opnuninni kl. 17:20 & 18:20 og mun sýningin standa til 28. nóvember.

ONTOLICA er vídeó- og hljóðinnsetning ásamt gjörningi og var upphaflega sýnt í Gallery Blunk í Noregi árið 2020, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar.

Titill sýningarinnar Ontolica vísar í hugtakið ontology sem nefnist á íslensku verufræði sem er grein innan frumspekinnar sem leitast við að rannsaka veruleikann.

Í tilkynningunni segir jafnframt:

Það má líta á verk Unnar Andreu sem tilraunir til að holdgera hið stafræna og með því varpar hún ljósi á efnislega tengingu sem er ómissandi í mannlegum samskiptum. Lífsreynsla okkar verður sífellt óefniskenndari þar sem upplifanir okkar fara í auknum mæli fram í gegnum stafræna miðla og þar með verður félagslegur- og pólitískur veruleiki sífellt afstæðari. Unnur skoðar í verkum sínum hvernig starfæni samtíminn er bæði kaótískur og ófyrirsjáanlegur og getur valdið því að einstaklingar aftengist raunsamfélagi og upplifi félagslega einangrun – en vert er að benda á að verkið var unnið fyrir fyrstu bylgju Covid.

Unnur Andrea er með tvískiptan feril en hún er nýkomin frá Grikklandi þar sem hún kom fram ásamt FRZNTE á opnun sýningarinnar H2H í Aþenu sem er grískt -íslenskt samstarfsverkefni Kling&Bang og A-Dash gallerís í Aþenu. Unnur býr og starfar í Noregi og á Íslandi. Hún lauk BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og mastersprófi frá Listaháskólanum í Þrándheimum, árið 2019. Í verkum sínum blandar hún saman myndböndum, innsetningum og gjörningum og leitast við að skapa upplifanir í rauntíma. Unnur hefur bakgrunn sem tónlistarkona og því er notkun hljóðs og tónlistar oft mikilvægur þáttur í verkum hennar. Eftir útskrift sína hefur Unnur tekið þátt í sýningum m.a. í Trondheim Kunstmuseum og Galleri Atelier Nord  og var eitt verka hennar valið til þátttöku í Meta.Morf tvíæringnum í Þrándheimum og ARS Electronica hátíðinni í Austurríki, en báðir teljast mikilvægir viðburðir á sviði lista og tækni í Evrópu.

Þrívíddar myndheimur og tæknileg aðstoð var í höndum Boris Kourtoukov.

Sýningarstjóri er Hrafnhildur Gissurardóttir. 

Sýningin var unnin með stuðningi frá Myndlistarsjóði og Myndstefi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“