Hljómsveitin Brass Against biðst afsökunar eftir að söngkona hljómsveitarinnar pissaði á andlit og upp í munn aðdáanda á miðjum tónleikum í síðustu viku.
Hljómsveitin var að spila á Welcome to Rockville festivalinu í Flórída á fimmtudaginn síðastliðinn. Sophia Urista, söngkona hljómsveitarinnar, sagðist þurfa að pissa. Hún spurði síðan áhorfendur hvort einhver vildi að hún myndi pissa upp í þá. Nokkrir klöppuðu og fögnuðu.
„Ég var með það á tilfinningunni að allir héldu að hún væri að grínast. Eins og sést þá var hún ekki að grínast,“ skrifar einn áhorfandi við myndband sem hann birtir af atvikinu á YouTube.
Einn aðdáandi bauð sig fram og lagðist á sviðið. Sophia girti niður um sig og beygði sig yfir manninn áður en hún pissaði á hann. Eftir að hún er búin að pissa stendur maðurinn upp og frussar pissi yfir áhorfendur.
Þú getur horft á myndband af atvikinu hér að neðan.
Hljómsveitin gaf út stutta yfirlýsingu vegna málsins á samfélagsmiðlum. „Við skemmtum okkur konunglega í gær. Sophia gekk aðeins of langt. Þetta er ekki eitthvað sem restin af okkur bjóst við og þetta er ekki eitthvað sem þið eigið eftir að sjá aftur á tónleikum hjá okkur. Takk fyrir gærkvöldið.“
Hver er Sophia?
Sophia steig fyrst fram á sjónarsviðið sem keppandi í The Voice árið 2016. Hún kemur frá íhaldssamri fjölskyldu og var í læknanámi áður en hún hóf feril sinn í tónlist.
Brass Against er hópur listamanna sem kom saman til að mótmæla stjórnmálaástandi heimsins. Hljómsveitin hefur gert ábreiður af lögum frá Rage Against The Machine, Tool og Audioslave. Í fyrra gáfu þau út sitt fyrsta frumsamda lag, með Sophiu sem aðalsöngvara.