Áhrifavaldurinn og leikkonan Kristín Pétursdóttir er gengin út og heitir sá heppni Haukur Már Hauksson, yfirkokkur og einn eigenda Yuzu-hamborgarstaðanna.
Haukur Már og viðskiptfélagar hans Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson, eigendur fataverslunarinnar Húrra, opnuðu fyrsta Yuzu-staðinn í lok árs 2019 á Hverfisgötu en síðan hefur bæst við annar staður í BORG29-mathöllinni.
View this post on Instagram
Haukur Már á flottan feril að baki í veitingageiranum. Hann var yfirkokkur á Grillmarkaðinum og starfaði á Zuma, einum flottasta veitingastað heims í London. Ástríða hans liggur í asískri matargerð og gætir þeirra áhrifa bæði í nafni og áherslum Yuzu-staðanna.
Yuzu heitir til dæmis eftir samnefndum gulum ávexti, sem lítur út eins og krumpuð sítróna og er fyrirferðarmikill í japanskri matargerð og er hann finna í mörgum réttum á matseðli staðarins, sósum og fleira.
Kristín og Haukur Már hafa verið að hittast í talsverðan tíma en haldið sambandi sínu fjarri samfélagsmiðlum. Breyting varð á því í kvöld þegar þau birtu myndir af sér í faðmlögum og fáguðum atlotum. Þau eiga bæði börn frá fyrri samböndum.