fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Bubbi telur okkur komin út á hálan ís – „Þetta getur ekki gengið lengur svona“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. nóvember 2021 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens telur Íslands vera komið út á hálan ís. Það gangi ekki mikið lengur að slaka á og herða sóttvarnaaðgerðir til skiptis á nokkra vikna fresti. Hann skrifar um þetta á Facebook.

Bubbi segir að í dag hafi enn og aftur verið þrengt að frelsi landsmanna. Persónulega hafi hann, líkt og aðrir í hans stétt, lítið geta sinnt vinnu sinni.

„Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt.“

Bubbi kveðst skilja vel vandamál Landspítalans en nú sé tími til kominn að yfirvöld bregðist við þeirri stöðu svo spítalinn fari ekki á hliðina út af fáeinum COVID-sjúklingum sem þurfi innlögn.

„Ég skil alveg vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni. Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið.“

Bubbi fer yfir tölfræðina sem Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, birti nýlega á Twitter.

„Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu:

97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús
99,6% hafa sloppið við gjörgæslu
99,8% hafa sloppið við öndunarvél
99,95% hafa lifað af“

Bubbi telur að frelsi Íslendinga sé tekið frá þeim í skömmtum og nú séu Íslendingar orðnir svo vanir skerðingunni að þeir séu tilbúnir að verja hana.

„Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt.“

Bubbi segir að staðreyndin sé sú að í dag séu það örfáir sem veikist alvarlega af COVID.

„Flestir sem veikjast eru lítið sem ekkert veikir, meira að segja þegar 200 smit greindust. Nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar.“

Hann segir mikilvægt að landsmenn haldi áfram að spyrja spurninga og vera gagnrýnin á aðgerðir stjórnvalda því frelsið sé mikilvægt.

„Ég tel okkur vera komin á hálan ís. Frelsi okkar er mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið. Ást og friður til allra“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu