fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fókus

Bella Hadid opnar sig – „Samfélagsmiðlar eru ekki raunverulegir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 10:30

Bella Hadid. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Bella Hadid hefur nú stigið fram og greint opinberlega frá andlegum veikindum sem hún hefur glímt við.  Hún deildi nokkrum myndum af sér grátandi á Instagram og sagði að hún hafi brotnað niður á hverjum degi í nokkur ár.

Bella er 25 ára og hefur getið sér mjög gott orð sem fyrirsæta. Systir hennar er fyrirsætan Gigi Hadid og móðir hennar fyrrverandi fyrirsætan og núverandi raunveruleikastjarnan Yolanda Hadid.

Bella, Yolanda og Gigi Hadid. Mynd/Shutterstock

Bella deildi myndbandi af Willow Smith, dóttur leikarans Will Smith, þar sem hún talar um andlegt heilbrigði, á Instagram og opnaði sig í leiðinni um sína eigin baráttu í einlægri færslu.

„Svona hafa eiginlega allir dagar og öll kvöld verið í nokkur ár núna. Samfélagsmiðlar eru ekki raunverulegir. Fyrir ykkur sem eigið erfitt, munið það,“ skrifar Bella ásamt myndunum.

„Sjálfshjálp og andleg veikindi/efnafræðilegt ójafnvægi er ekki línulegt heldur nánast eins og rússíbani af hindrunum. Það fer upp og niður og til hliðar. En ég vil að þið vitið að það er alltaf ljós við enda ganganna og rússíbaninn stoppar alltaf á einhverjum tímapunkti.“

Bella segir að það hefði tekið hana langan tíma að átta sig á því. „En ég hef brotnað nógu oft niður til að vita þetta. Ef þú vinnur nógu mikið í þér sjálfri, tekur þér tímann til að læra að skilja áföllin þín, triggerana þína, gleðina þína og rútínu, þá áttu alltaf eftir að geta skilið eða lært meira um eigin sársauka og hvernig þú getur meðhöndlað hann.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 1 viku

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall