Enn ein Sigvaldahöllin var skráð á sölu um helgina. Um er að ræða 231,8 fermetra einbýli með skjólgóðum garði til Suðurs. Húsið, sem var teiknað af arkitektinum Sigvalda Thordarsyni, hefur verið mikið endurnýjað.
Húsið skiptist í anddyri, snyrtingu, hol, eldhús, stofu/borðstofu, þvottahús, geymslu, baðherbergi, fjögur herbergi og í kjallara er lítið herbergi og geymsla. Það er hægt að lesa nánar um eignina á fasteignavef Mbl.
Smartlandsdrottningin Marta María Jónsdóttir átti heima í húsinu til ársins 2013. Þegar hún setti húsið á sölu voru settar 85 milljónir á eignina og var hún að lokum seld fyrir 73,5 milljónir. Síðan þá hafa núverandi eigendur gert eignina upp að miklu leyti og bætt rúmlega hundrað milljónum við verðmiðann.
Sjáðu myndir hér að neðan.