Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Jóhanna Helga Jensdóttir og kærasti hennar, Geir Ulrich Skaftason, eru að selja íbúð sína í Mosfellsbæ. Smartland greinir frá.
Jóhanna Helga hefur getið sér gott orð sem áhrifavaldur. Hún er með tæplega 15 þúsund fylgjendur á Instagram. Margir landsmenn kannast einnig við hana úr sjónvarpinu, hún, ásamt vinkonu sinni og áhrifavaldinum Sunnevu Eir Einarsdóttur, prófa hin ýmsu störf í raunveruleikaþættinum #Samstarf á Stöð 2.
Jóhanna og Geir eignuðust dóttur í fyrra, Tinnu Maríu sem er rúmlega eins og hálfs árs.
View this post on Instagram
Íbúðin er á þriðju hæð. Hún er 81 fermetrar með rúmgóðum svölum. Það eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Parið setur 54,9 milljónir á eignina sem var byggð árið 2017.
Þú getur lesið nánar um íbúðina hér.