fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Jeremy Clarkson harðlega gagnrýndur fyrir að segja að það eigi að „rassskella“ Gretu Thunberg

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 18:15

Jeremy Clarkson og Greta Thunberg. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski fjölmiðlamaðurinn Jeremy Clarkson situr nú undir harðri gagnrýni vegna ummæla sinna um sænska aðgerðasinnann Gretu Thunberg. Hann sagði hana verðskulda að vera rassskellt. Independent greinir frá.

Jeremy, sem er 61 árs, var að deila skoðunum sínum í pistli í The Sunday Times. Í pistlinum sagði hann að Greta, sem er 18 ára, hefði ekki „hugmynd um hvernig heimurinn virkar.“

Hann sagði einnig að Greta væri að „kafna úr eigin egói“ eftir að hún kom fram á loftslagsráðstefnunni COP26 í Glasgow í síðustu viku.

„Ég einfaldlega skil ekki Thunberg fyrirbærið. Hún hefur ekki hugmynd um hvernig heimurinn virkar, hún kann enga mannasiði og enga skólagráðu því í stað þess að fara í skóla hefur hún verið upptekin við að sigla í kringum heiminn svo hún getur verið geðstirð og vond við fullorðið fólk. Það sem hún þarf er að vera rassskellt,“ sagði Jeremy.

Þessi ummæli hans hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Bæði fyrir að vera furðuleg og óviðeigandi fyrir fullorðinn mann að segja um unga konu.

„Það að 61 árs Jeremy Clarkson hefði sagt að 18 ára Greta Thunberg eigi skilið að vera rassskellt verðskuldar miklu meiri viðbrögð en það fékk,“ segir einn netverji.

„Miðalda hvítur maður að nota pistil til að ráðast á unga stelpu sem hefur áhyggjur af umhverfinu er bara fokking skrýtið,“ segir annar.

„Það er eitthvað óhugnanlegt og ógeðslega skrýtið við tilraun Jeremy Clarkson til að vera fyndinn á meðan hann missti sig yfir Gretu Thunberg,“ segir einn netverji á Twitter.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu