fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Segir Bubba til syndanna – „Grjóthaltu bara kjafti sjálfur, kallinn“

Fókus
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, skrifaði í dag færslu á Facebook þar sem hann nafngreinir konur úr hópnum Aktívistar gegn nauðgunarmenningu, en hópurinn hefur verið áberandi í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Lét Sigurður að því liggja að meðlimir hópsins væru sekir um andlegt ofbeldi.

Færslan hefur vakið mikla athygli og hafa á þriðja hundrað skrifað athugasemdir við hana. Í færslunni spyr Sigurður hver verði næsta skotmark aktívismanns.

Feðraveldinu verður slátrað næst

Tinna Haraldsdóttir, aktívisti, ákvað að svara þeirri spurningu.

„Feðraveldinu verður slátrað næst. Stolt að tilheyra þessum öfluga hópi.“

Þetta svar mislíkaði tónlistarmanninum Bubba Morthens en hann svarar Tinnu og segir að ofbeldi verði ekki svarað með ofbeldi.

„Að slátra þýðir drepa, meiða, ofbeldi. Er ekki vænlegri leið, til dæmis forvarnir strax í grunnskóla. Að öskra á hvort annað leiðir ekki neitt. Samtal er eina leiðin eins og staðan er í dag og mun ekki laga neitt. Fólk fer í skotgrafir og ofbeldið lifir.“

Tinna bendir þá tónlistarmanninum fræga á það að hann sé haldinn gerendameðvirkni, það séu konurnar í aktívistahópnum sem séu að berjast fyrir betri heim fyrir þolendur ofbeldis og ætti Bubbi að eyða orku sinni í annað en að gagnrýna þær.

„Æi góði besti hættu að setja á þig einhverja englavængi. Þú ert sjálfur svo gerendameðvirkur að það hálfa væri hellingur […] Það var ekki ég, né við sem erum nafngreindar sem notuðum slátrunarorðið heldur upphafsinnleggið. Spurning að eyða orkunni í annað en að atast út í þau okkar sem actually erum að reyna að bæta heiminn fyrir þolendur ofbeldi.“

Grjóthaltu þá kjafti

Þessu er Bubbi ekki sammála og sakar Tinnu um skæting og stæla. Þannig verði heiminum ekki breytt til hins betra, heldur fremur til hins verra.

„Fyrir það fyrsta er ég ekki að tjá mig um það sem Sigurður segir. Ég er að tjá mig um það sem þú setur fram og hvernig þú svarar mér er nákvæmlega það sem ég er að tala um. Skætingur, stælar, enginn áhugi á samtali, bara dónaskapur og frasar. Þú breytir ekki heiminum svona. Þú gerir hann verri og ég segi eins og gamall maður sagði við mig fyrir löngu síðan – Ef þú getur ekki verið kurteis, grjóthaltu þá kjafti. “

Tinna útskýrir þá að skætingurinn sé afleiðing þess að Bubbi hafi áður lýst yfir stuðningi við gerendur.

„Já ég svara þér með skætingi því ég er orðin dauðþreytt á tvískinnungshætti þínum sem þykist ætla að laga ofbeldi með kærleika en styður gerendur á sama tíma. Grjóthaltu bara kjafti sjálfur, kallinn.“

Fræddu þig aðeins

Tinna bendir á að með því að kalla málflutning Tinnu skæting sé hann að stunda það sem kallist „tone policing“ sem sé jafnan beitt til að þagga niður í jaðarhópum.  Ekki er komin góð íslensk þýðing á hugtakinu en það hefur verið skilgreint sem umdeild leið til að gera lítið úr ummælum annara með því að ráðast að því í hvaða tón ummælin eru sögð frekar en að ræða þau efnislega.

„Af hverju eiga þolendur ofbeldi og stuðningsfólk þeirra að vera kurteis þegar það er bókstaflega verið að beita það ofbeldi. Af hverju eiga jaðarhópar að vera kurteisir við kúgara sína? Litla kjaftæðið. Fræddu þig aðeins, getur byrjað á tone policing.“

Tinna segir Bubba vera forréttindakall sem geti ekki sett sig í spor kvenna. Hann hafi gert á hlut þolenda með því að styðja við gerendur kynferðisofbeldi en sá stuðningur sé flestum ljós sem skoða færslur Bubba á Twitter.

Réttlætisriddari kurteisinnar

Því svarar Bubbi til að allir hafi rétt á að tjá sig.

„Ég er þolandi kynferðisofbeldis og þekki það á eigin skinni. Ég þarf ekki að öskra á fólk og nú ætla ég að ljúka þessum ömurlegu samskiptum á að blokka þig“

Tinna deilir broti af samskiptum hennar og Bubba í tísti þar sem hún kallar tónlistarmanninn „réttlætisriddara kurteisinnar“. Hún bendir á það sem dæmi um gerendameðvirkni Bubba að hann hafi lýst við stuðningi við kvikmyndina Leynilöggan en þar leiki Egill Einarsson eitt aðalhlutverkana en Egill var á árum áður í tvígang kærður fyrir nauðgun. Eins hafi Bubbi lýst yfir stuðningi við tónlistarmanninn Auður sem nýlega var sakaður um að hafa beitt konur kynferðisofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu