Söng- og leikkonan Jessica Simpson birtir einlæga og hreinskilna færslu á Instagram í gær í tilefni þess að það séu komin fjögur ár síðan hún snerti síðast áfengi og önnur vímuefni.
Hún birtir einnig átakanlega mynd frá deginum sem hún hætti að drekka.
Jessica hefur verið mjög opin með edrú vegferð sína. Hún skrifaði meðal annars um það í endurminningum sínum, Open Book, sem kom út í fyrra. Hún sagðist hafa verið að „drepa mig á drykkju og pilluáti.“
Í bókinni sagðist hún hafa náð botninum eftir hrekkjavökupartí heima hjá sér árið 2017, þann 1. nóvember, sama dag og umrædd mynd var tekin.
View this post on Instagram
Jessica segir að manneskjan á myndinni sé óþekkjanleg útgáfa af henni. Hún segir frá augnablikinu þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti að hætta að drekka.
„Drykkjan var ekki vandamálið. Ég var það. Ég elskaði ekki mig sjálfa. Ég bar ekki virðingu fyrir eigin krafti. En ég geri það í dag […] Ég er hrottalega hreinskilin og þægilega opin. Ég er frjáls,“ segir hún.
Sjá einnig: Opinberun Jessicu – Leitaði í vímuefni eftir misnotkun í æsku: „Ég var að drepa mig á drykkju og pilluáti“