Tónlistarkonan Bríet birti myndband af sér á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún sýndi viðbrögð fjölskyldu og vina sinna við nýju klippingunni sinni. Viðbrögð Rubin Pollock, gítarleikara Kaleo og kærasta Bríetar, við nýju klippingunni hafa verið harðlega gagnrýnd eftir að myndbandið var birt.
„Heyrðu… guð minn góður! Neeeei, Bríet, ertu að grínast? Þú ert búin að vera að safna þessu svo lengi. Er ég núna bara með einhverri lesbíu?“ sagði Rubin þegar hann sá að Bríet hafði klippt hárið sitt stutt.
Myndbandinu var deilt á samfélagsmiðlinum Twitter og þar var Rubin sagt til syndanna fyrir þessi viðbrögð sín. Sigga nokkur segir til að mynda að þessi viðbrögð geri „menn óaðlagandi á núll einni“.
Hvernig menn verða óaðlaðandi á núll einni:
Svo margir layerar afhverju þetta er ekki fyndið “grín”…1.sexism, 2. homophobia, 3. hárgreiðslan hennar snýst ekki um þig 😳🥵
Kona klippti á sér hárið og kærastinn sagði “er ég núna bara með einhverri lesbíu?” … pic.twitter.com/XJrTdbyarA— Digital Sigga (@DigitalSigga) November 1, 2021
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og baráttukona, gagnrýnir einnig viðbrögð Rubin. „Hvaða áhrif haldiði að þetta hafi á hinsegin unglinga sem þurfa að þola hatur og fordóma í skólanum eða eru jafnvel inni í skápnum?“ spyr hún.
Þó eru ekki allir sem stökkva í að gagnrýna viðbrögðin, ein kona kemur Rubin til varnar og segir að hann sé að grínast. „Þetta er hvorki sexismi né hómófóbía. Þessi maður er 0 hómófóbískur. Hann er mjög augljóslega algjörlega að grínast! Finnst sturlað að fólk sé að gera sér mat úr þessu,“ segir konan
Bára Dís Guðjónsdóttir, kærasta Ingu Bjarkar, biður konuna þá um að útskýra hvernig þetta sé brandari.
Útskýrðu brandarann fyrir mér
— Barambamm Diss (@Baradis) November 2, 2021
„Mig langar alls ekkert að verja þetta neitt frekar. Geri mér líka grein fyrir að þar sem ég þekki hann þá tók ég þessu öðruvísi en þeir sem gera það ekki. Það eru þessi ofsafengnu viðbrögð og hneykslan fólks sem stuðuðu mig frekar en löngun til að verja grínið,“ segir konan þá.
Efa það ekki. Mögulega sagt í hugsunar leysi/ af gömlum vana, en þess vegna finnst mér vert að benda á þetta, held það sé kominn tími til að brjóta þessa vana og hætta svona bröndurum, þeir eru outdated.
— Digital Sigga (@DigitalSigga) November 2, 2021
Og hver er brandarinn? Hvað er það sem er fyndið við þetta? Þetta er bara víst sexist og hómófóbískt.
— Ólöf Þuríður (@olofp) November 2, 2021
Orðræða, líka í bröndurum, skiptir máli.
— 🇵🇸 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) November 2, 2021
Þá birtu Samtökin ’78 færslu á Twitter-síðu sinni þar sem ítrekað er að hársídd hafi ekkert með kynhneigð að gera. Með færslunni láta samtökin fylgja myndir máli sínu til sönnunar.
💇Hársídd hefur ekkert með kynhneigð að gera 💁 pic.twitter.com/k5e3UPCe02
— Samtökin ’78 (@samtokin78) November 2, 2021
Myndbandið sem Bríet birti á TikTok má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:
@brietbabyklippt og skorið♬ original sound – BRIET