Leikkonan Tara Reid, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í American Pie kvikmyndunum, deildi nýverið svarthvítum myndum af sér í bikiníi á Instagram og skrifaði með: „Ekkert betra en þegar vinkona þín tekur heitar listrænar myndir af þér í Palm Springs.“
View this post on Instagram
Myndirnar vöktu mikla athygli. Margir aðdáendur sögðust hafa áhyggjur af stjörnunni vegna holdafars hennar. Hún fékk einnig fjölda ljótra athugasemda sem hún endaði með að svara í nýrri færslu.
„Til þeirra sem skrifuðu ljót orð við listrænu myndirnar sem ég deildi í gær. Þetta var sjónarhornið. Hér er önnur mynd frá gærdeginum til að sýna ykkur að ég er ekki of grönn. Ég er með hraða brennslu. Þeir sem eru með hraða brennslu vita hversu erfitt það er að þyngjast. Eina sem ég geri er að borða. Til þeirra sem skrifuðu eitthvað fallegt og komu mér til varnar, ég elska ykkur!“
View this post on Instagram
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tara tjáir sig um útlit sitt. Hún hefur verið opinská um að hafa gengist undir misheppnaða brjóstastækkun og fitusog árið 2004.
Sjá einnig: Stjörnur sem sjá eftir fegrunaraðgerðum