Það eru komnar þrjár vikur síðan raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og grínistinn Pete Davidson deildu kossi sem Aladín og Jasmín prinsessa í Saturday Night Live.
Það virðist hafa myndast vinsskapur á milli stjarnanna miðað við myndir af þeim sem eru að fara eins og eldur um netheima.
Kim, 41 árs, og Pete, 27 ára, fóru saman í skemmtigarð á föstudaginn síðastliðinn og héldust í hendur í rússíbana. Með þeim var meðal annars stjörnuparið Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Það er óhætt að segja að myndirnar hefðu ært netverja og má finna fjölda myndbanda á TikTok þar sem þessar myndir eru ræddar í þaula og ýmsar kenningar lagðar fram. Margir vonast að um sé að ræða nýtt stjörnupar en heimildarmaður náinn stjörnunum segir í samtali við People að þau séu aðeins góðir vinir.
„Þau þekkja sama fólkið þannig þau eru stundum saman. Þau eru bara vinir,“ segir hann.