fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Vill opinbera framhjáhald – „Hann veit ekki að hann er að ala upp son minn“

Fókus
Laugardaginn 9. október 2021 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

„Ég hef átt í sjóðheitu ástarsambandi með giftri konu í þrjú ár. Eiginmaður hennar veit ekki að barnið sem þau eru að ala upp saman, er mitt.“

Svona byrjar maðurinn bréf sitt til ráðgjafans.

„Ég er byrjaður að finna til mikillar gremju í garð eiginmanns hennar sem lætur eins og pabbi sonar míns. Það er mjög freistandi að opinbera allt saman,“ segir hann.

„Ég er 43 ára, giftur og eiginkona mín er 39 ára. Við eigum saman tvær dætur, tíu ára og átta ára. Elskhugi minn er 35 ára. Hún á tvö börn, sjö ára og fimm ára, og síðan barnið okkar.“

Maðurinn segir að þau hefðu kynnst á hverfisklúbb þar sem hún vinnur á barnum. Eitt kvöldið var óveður og hann bauðst til að fylgja henni heim. Eitt leiddi af öðru og þau kysstust.

„Síðan þá byrjuðum við að hittast í laumi. Ég sótti hana og við keyrðum eitthvert afsíðis. Svo stunduðum við kynlíf annaðhvort í bílnum eða undir berum himni.

Það kom okkur mjög á óvart að hún varð ólétt, þar sem hún var á pillunni. Hún sagðist vilja eiga barnið en ekki segja eiginmanni sínum frá mér og ég verð að viðurkenna að ég var himinlifandi.“

Tóku upp þráðinn á ný

Þau hættu samt sem áður ekki að sofa saman. „Við héldum áfram þó hún væri mjög ólétt. En eftir að hún átti barnið hittumst við ekkert í sex mánuði,“ segir maðurinn.

Þegar drengurinn var átta mánaða hittust þau aftur og hann fékk að sjá mynd af syni sínum. „Hann er alveg eins og ég. Ég hef alltaf viljað son og það vöknuðu einhverjar tilfinningar við að sjá myndina,“ segir hann.

„Hún vill halda þessu leyndu og segir að það sé það besta fyrir alla. Þó svo að kynlífið með eiginkonunni sé leiðinlegt þá elska ég hana og myndi aldrei vilja særa hana. Hvað á ég að gera?“

Deidre svarar

„Eina leiðin til að vera viss um að barnið sé þitt er í gegnum DNA-próf. Áður en þú gerir það skaltu vera viss um að þú sért tilbúinn að kljást við allt sem fylgir því að opinbera sannleikann og ef þú endar með að vera faðir drengsins.

Það er betra að slíta þessu ástarsambandi og einbeita ykkur að hjónaböndum ykkar, frekar en að splundra tveimur fjölskyldum.

Ég er ekki að segja að þetta sé auðveld ákvörðun og ráðgjöf myndi hjálpa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu